Goðasteinn - 01.09.1999, Síða 61
Goðasteinn 1999
enda var hesturinn sármagur um haust-
ið þegar hann kom til okkar. Þessi hest-
ur var dökkjarpur á lit, nokkuð háls- og
hrygglangur, lendin löng og nokkuð
flöt, hann var spakur í haga, lundgóður
og mjög þægur í allri brúkun, seigur
dráttarhestur og ágætur reiðhestur,
hafði bæði brokk og tölt og mikill
ferðahestur, viljugur, ljúfur og ofrík-
islaus, hann sýndi oft ótrúlega vits-
muni, var algjörlega ófælinn og oft
fannst mér að hann hefði jafnvel
mannsvit, íhugull og gætinn. Ekki var
honum sama um það hver á honum sat,
líkaði honum ekki við knapann brokk-
aði hann þjösnalega og teygði þá gjarn-
an hausinn fram og niður, en væri hann
sáttur við þann sem á honum sat bar
hann sig vel og lá þá á svifmjúku tölti.
Þessa sérvisku sýndi hann aldrei
heimafólki, var þá léttur og ljúfur eins
og hugur manns, hann lék sér að því að
opna hesthúsið þegar hann kom heim
af haga á kvöldin og búið var að gefa á
stallinn. Fyrst var krókur notaður til
þess að festa aftur hurðina á hesthús-
inu, hann beit þá jafnan í krókinn og
tók hann upp úr lykkjunni, ýtti svo á
hurðina og fór inn á sinn bás. Þá var
smíðuð hespa á hurðina og tittur settur
fyrir framan hespuna en hann lét slíkt
ekki aftra sér, beit í tittinn og dró hann
upp úr lykkjunni, tók svo hespuna fram
af og opnaði svo hurðina. Þá varð að
leita annara ráða og var þá smfðuð
öryggisnæla úr stæltum vír og sett í
kenginn utan við hespuna, þessa nælu
tókst honum aldrei að opna.
Eitt var það sem hann sótti mjög í
en það var að opna mjólkurbrúsa ef
mjólk var í þeim og þeir stóðu úti, t.d.
ef búið var að taka þá úr kæli og ein-
hver bið varð þegar flytja átti mjólkina
í veg fyrir mjólkurflutningabílinn. Þá
beit hann í handfangið á brúsalokinu
og kippti því upp, drakk svo það sem
hann náði úr stútnum en velti síðan
brúsanum um og sötraði svo upp af
hlaðinu það sem honum þótti drekk-
andi.
Ekki veit ég hvers vegna þessi hest-
ur hlaut nafnið Jakob, en það nafn bar
hann frá því hann kom í eigu föður
míns og til æviloka. A þessum árum
stundaði faðir minn nokkuð húsa-
smíðar með Guðmundi Þórðarsyni
húsasmíðameistara frá Lambalæk, þá
var oftast ferðast á hestum og þeir þá
jafnan hafðir í vörslu á þeim bæjum,
sem unnið var á, en á þeim árum voru
hagar víðast ógirtir og var því gott að
vera á hestum, sem ekki voru strok-
gjarnir. Jakob var reiðhestur föður
míns, hann var svo rólegur og spakur í
högum að það mátti sleppa honum
óheftum hvar sem var, hann beið alltaf
eftir húsbónda sínum og það í marga
daga.
Laust fyrir 1930 byggði Guðmundur
íbúðarhús hjá Þorsteini Runólfssyni
bónda í Markaskarði í Hvolhreppi og
vann faðir minn við smíði hússins með
Guðmundi. Þá voru ekki girðingar á
leiðinni frá Tungu að Markaskarði og
var því farin beinasta leið milli bæj-
anna sem er um 6 km vegalengd og
sæmilega greiðfær vegur. Svo var það á
mánudagsmorgni að þeir félagar lögðu
-59-