Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 65
Goðasteinn 1999
mikluin ágangi af sauðfé og hrossum
ábúanda og annarra og þurfti því Sæ-
mundur að eiga góða og ötula fjár-
hunda. Einn af hundum hans var svart-
flekkóttur og var kallaður Tígull, hann
var góður fjárhundur, áræðinn og mjög
fylgispakur húsbónda sínum. Þegar
Sæmundur fór í verslunarferðir, sem þá
voru á fyrstu búskaparárum hans farnar
með hestvagna til Reykjavíkur, Eyrar-
bakka og síðar á Selfoss, vildi Tígull
ólmur fara með Sæmundi, en það fékk
hann aldrei og var lokaður inni fyrstu
dagana, sem Sæmundur var að heiman,
en var svo hleypt út. Guðbjörg, kona
Sæmundar sagði svo frá að Tígull hefði
verið nokkuð órór og ekki sáttur við að
sitja heima, en það þótti henni merki-
legt að þann dag, sem Sæmundur kom
heim fór hundurinn, strax að morgni,
þegar komið var á fætur, fram á kál-
garðsvegg og fór að spangóla, en hvarf
svo að heiman.
Þegar komið var úr kaupstað með
hestvagna að Þorleifsstöðum var um
tvær leiðir að velja, önnur var um
Keldur á Rangárvöllum, yfir Rangá,
Teitsvötn og um Reynifellshólm. Ef
Sæmundur kom þessa leið brást það
ekki að hundurinn mætti honum við
Teitsvötn eða í Hólminum og stundum
var hann kominn næstum út að Keld-
um. Hin leiðin var inn Fljótshlíð um
Tungu og Vatnsdal og yfir Fiská hjá
Engidal. Ef Sæmundur kom þessa leið,
mætti hann hundinum hjá Fiská eða
Vatnsdal. Þetta sagði Sæmundur mér
sjálfur og eins það sem haft er eftir
Guðbjörgu konu hans hér að framan.
Sæmundur var talinn af öllum sem
þekktu hann sannorður og skrumlaus
maður.
Hvernig hundurinn vissi hvora leið-
ina Sæmundur mundi koma, er óráðin
gáta.
Allar þessar hundasögur eru ótrú-
legar, en þó dagsannar. Sumir kalla
dýrin skynlausar skepnur, en þarna
kemur fram einhver eðlisávísun eða
skynjun, sem þeim er gefin en ekki
mönnum, nema þá örfáum, sem við
köllum skyggna.
Hér gæti verið um merkilegt rann-
sóknarefni að ræða.
Oclclgeir Guðjónssonfrá Tiingu
Úr handraðanum Frá Oddgeiri Guðjónssyni
Vísnagátur 2. 3.
Sá ég eina sitja frú, Tveimur á lofti verður veitt
1. sií var öll með röndum. veit ég þeir heita báðir eitt
Hvað er það, sem hest og skip Við mig talar veigabrú, ef annar missir matinn sinn
hátíðlega prýðir veistu hvað hún heitir nú. mun hann þá undir hneppa
en af mönnum allan svip hinn.
afskræmir og níðir. (Lausnir: bls. 243)
-63-