Goðasteinn - 01.09.1999, Side 66
Goðasteinn 1999
Sigurður Jónsson í Odda:
Kaleikar Oddakirkju á
Rangárvöllum
Eftirfarandi greinarkorn var tekið
saman haustið 1993, vegna sýningar á
kirkjugripum í Skálholti. Kaleikarnir
tveir frá Odda, sem hér er fjallað um,
fóru á sýninguna, og greinin fylgdi með
á blaði til skýringar. Hér
birtist hún dálítið breytt.
I. Eldri kaleikurinn
Eldri kaleikurinn í
Oddakirkju er löngum
talinn vera frá því um
1300. í máldaga kirkj-
unnar frá 1332 er getið
um kaleika þrjá í eigu
hennar, og ekki ólíklegt
að þessi sé einn þeirra. I
Sögu Oddastaðar (titg. í Reykjavík
1931) eftir Vigfús Guðmundsson frá
Keldum, er kaleiknum lýst svo:
„Annar kal. er talinn vera í gotn-
eskum [svo] stíl, rúml. 16 sm. á hœð,
skálin víð (12,8 sm íþvermál) og grunn
(4,4). Fótleggur áttstrendur, og sömul.
hnúður stór á honum neðarlega. Stéttin
er með niðurbrettri, breiðri brúm neðst,
líka áttstreiul og aðsveigður hver kant-
ur, en geirarnir niðursveigðir að ofan og
hverfa toppar þeirra nokkuð hátt upp í
leggfletina. A hverjum stéttargeira eru
lítil líkneski, af Kristi á krossi, Maríu
mey, postulum og Olafi
kon. helga. Listaverk er
líka á hnúð og fæti. “ (Bls.
228)
í framhaldi af þessu
telur Vigfús að kaleik
þessum fylgi patína átt-
strend, „þykk, slétt að
mestu, en þó með smá-
gerðri áletrun og lítilli
krossfestingarmynd á
botni.“ Hér gætir nokk-
urrar ónákvæmni hjá Vigfúsi. Patínan
sem hann á við er ekki áttstrend, heldur
kringlótt, en önnur einkenni hennar eru
í santræmi við lýsingu hans. Hins vegar
tel ég sýnt, að hún fylgi ekki þessum
kaleik, heldur hinum yngri, sem hér er
einnig fjallað um, og leiði ég rök að því
í lýsingu hans. Þ.á m. er mjög sennilegt
að patínan er fylgja á hinum eldri
kaleik, sé sú sem Vigfús telur að eigi
-64-