Goðasteinn - 01.09.1999, Side 72
Goðasteinn 1999
og ansaði fyrst engu þó á hann væri yrt.
Svo fer hann að segja heldur slitrótt frá
því sem fyrir hann bar.
Hann var nýkomin út úr dyrunum en
á útleið manaði hann draug, ef hér væri
nokkur, að nú skyldi hann þá gera vart
við sig. Þegar hann er kominn út fyrir
kofahornið er rifið í öxlina á honum og
fleygt inn í dyr. Ekkert sá hann í
myrkrinu en engin vetlingatök voru hjá
þeim sem fleygði honum aftur inn.
Einhver spurði Sigga hvort hann væri
hættur við að sækja vatnið. Hann svar-
aði fáu, en dróst út í dyrnar. Þeim sem
eldri voru og reyndari þótti nóg að gert
og einhverjir tveir fóru með honum.
Siggi var að ýmsu leyti mjög vel
gefinn en stundum utangátta og sér-
viskulegur, enda kölluðum við hann oft
prófessor eða doktor. Því lá beint við
að snúa einni vísu Sigurðar Z. úr
bragnum um það þegar Jónas frá Hriflu
rak doktor Helga Tómasson frá Kleppi
eftir að Helgi ráðlagði Jónasi að segja
af sér ráðherraembætti af því að hann
væri að bestu manna yfirsýn orðinn
ruglaður.
Doktorínn varð sem dreyri íframan
djöfullinn þegar reifí hann.
Nú sá hann eftir öllu saman
að hann manaði fjanda þann.
Kofa og mönnum flœmdist frá,
hannflúði með pípukatla þrjá.
Kakóið kemur
- súkkulaðið fer
A jólum, nýársdag, páskadag, hvíta-
sunnudag, sumardaginn fyrsta og um
töðugjöld, var hitað súkkulaði og rjómi
þeyttur og margs konar kaffibrauð
með, það var mikil veisla í okkar aug-
um og munni. Þegar prestur kom að
húsvitja fékk hann súkkulaði og kæmu
einhverjir aðrir heldri menn þá fengu
þeir súkkulaði, en slíkar heimsóknir
voru sjaldgæfar. Kunningjakonur
mömmu komu kannski einu sinni á ári.
Þær fengu súkkulaði, eins systur
mömmu og mágkona og þeirra menn.
Aðrir flestir, sem komu, fengu kaffi
eða mjólk og brauð eða mat, væri mat-
artími eða gestir langt að komnir. A
tímabilinu 1925-1930 heyrði ég fyrst
nefnt kakó. Eg heyrði sagt að það væri
eftirlíking af súkkulaði en miklu ódýr-
ara. Ef vel væri til þess vandað væri
varla hægt að þekkja það frá súkku-
laðinu, en hvorki hafði ég séð það né
bragðað.
Á Skammbeinsstöðum bjuggu Pétur
Jónsson og kona hans, Guðný Kristj-
ánsdóttir. Hún var lítil og grönn en
mjög dugleg. Hún átti prjónavél og
prjónaði peysur, nærföt og fleira fyrir
mörg heimili í sveitinni. Hún var gest-
risin með afbrigðum og nutu þess
margir.
Guðmundur, sem var elstur okkar
systkina var fljótt harðduglegur og ekki
skorti hann sjálfstraustið. Var hann því
70-