Goðasteinn - 01.09.1999, Page 74
Goðasteinn 1999
vandaðist málið, þar var hryggurinn
svo mjór að ekki var rúm fyrir hjólin
öðru megin. Það dugði ekki. Sigurður
var með mikið af tómum pokum á bíln-
um. Hann tók þá og fyllti og raðaði
þeim á hryggbrúnina á löngum kafla
þar sem mjóst var, síðan mjakaði hann
bílnum út á þennan nýja veg sinn, og
upp komst hann. Þrjá tíma sagðist hann
hafa verið að mjaka bílnum upp hrygg-
inn, fyrir utan þann tíma sem poka-
vinnan tók. Allur var þessi hryggur um
einn km. og heitir síðan Pokahryggur.
1936 fór ég í aðra leit á Landmanna-
afrétt. Ég var sendur í Dalina ásamt
öðrum manni, sem átti að fara með
hestana til baka, en ég smala gangandi.
Með mér fór í Dalina þennan morgun
Arsæll Halldórsson á Arbæ, seinna bjó
hann nokkur ár á Heiðarbrún. Hann var
roskinn og ekki fær um langar göngur,
en víða þaulkunnugur. Við fórum þenn-
an nýlega veg á hestum um morguninn.
Þá sá ég Pokahrygg í fyrsta sinn, og
varð mér að orði við Arsæl að þennan
veg þætti mér gaman að fara með góð-
um bílstjóra.
Um fjögurleytið vorum við allir
komnir heim að Helli, og allt í Iagi. Þá
kemur vörubíll að Helliskvísl, Sátu-
megin. Bílstjórinn kemur gangandi yfir
kvíslina til okkar. Þar var stór maður
og myndarlegur. Ekki þekkti ég hann.
Hann spyr hver sé fjallkóngur hér. Jón
Kristófersson á Vindási segir til sín.
Bílstjórinn spyr Jón hvort hann geti
fengið tvo menn með sér fram í Dali til
að henda hrafntinnu á bílinn. Hér var
kominn Sigurður frá Laug. Jón sagði
að hann yrði sjálfur að semja um það
við sína menn. Sigurður spyr hvort
nokkur nenni að skreppa með sér. Ég
sagði Sigurði að ég hefði farið í Dalina
um morguninn og á leið upp Poka-
hrygg hefði ég sagt við minn samferða-
mann, að gaman hefði ég af því að fara
þar um með góðum bílstjóra, og nú sé
ég tilbúinn. Jóhann Kristinsson, mágur
minn á Ketilstöðum bauðst Iíka til að
fara með. A leið í Dalina sagði Sigurð-
ur okkur af sinni vegagerð. Enn voru
pokarnir heilir á sínum stað og ómiss-
andi. Við Jóhann þóttumst hafa gert
góða ferð að fara þarna um með þess-
um dugmikla og skemmtilega bílstjóra
og vegagerðarmanni.
Fáum dögum seinna sótti Sigurður
enn eitt hrafntinnuhlass í Dalina, og
enn skömmu seinna fór hann af stað
eftir hlassi. Enn var snjólaust, en Dal-
irnir og Dalahálsinn eru snjóþungir í
meira lagi og gátu lokast þegar minnst
varði. Sigurður varð síðbúinn úr
Reykjavík. Farþegi var með honum.
einhver Galtalækjarsystra. Hann gisti á
Galtalæk en ætlaði eldsnemma af stað
um morguninn, helst að vera kominn
inn í Dali með birtu. Þegar Galtalækj-
arfólk kom á fætur um morguninn var
Sigurður enn ófarinn. Var þá litið inn
til hans og lá hann þá dauður í rúminu.
Hafði orðið bráðkvaddur í rúminu um
nóttina.
Það var 1935 eða 1936 sem Poka-
hryggur varð til.
-72-