Goðasteinn - 01.09.1999, Page 75
Goðasteinn 1999
Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga:
Suðurlandsskógar
Suðurlandsskógar er átaksverkefni í
skógrækt á Suðurlandi til 40 ára. Á 40
árum er takmarkið að rækta 35.000 ha
af skógi og 10.000 km af skjólbeltum,
miðað við einfalda trjáröð. Eftirfarandi
er stutt lýsing á helstu
gerðum skógræktar og
skjólbelta.
Timburskógur
Skógrækt sem hefur
þann tilgang að framleiða
timbur til iðnaðarnota,
þ.e.a.s. hagræn skógrækt
með sölu afurða í huga.
Timbrið sem fæst við
skógarhögg má síðan
nota til sögunar á plönk-
um og borðum, sem nýtast áfram við
gerð parkets, panels og ýniissa annarra
smíða. Lakara timbur, þ.e.a.s. krókótt,
kvistótt og undið má nota til fram-
leiðslu viðarmassa til pappírsgerðar
eða framleiðslu spónaplatna, eða kurla
niður og nota til stígagerðar, jarðvegs-
gerðar eða eldiviðar. Lámarksstærð
einnar jarðar í timburskógrækt skal
vera 25 hektarar.
Landbótaskógur
Skógrækt sem hefur þann tilgang að
klæða land skógi, fegra ásýnd þess og
bæta og styrkja gróðurþekju. Hér er til-
gangurinn að taka illa farið og rýrt land
og koma af stað þróun til skóg- eða
kjarrlendis með einföldum og ódýrum
aðferðum. Tíminn er látinn vinna með
ræktuninni og skógar
þessir geta orðið fyrirtaks
útivistarsvæði. Lámarks-
stærð í landbótaskógrækt
skal vera 50 hektarar.
Skógræktarskjólbelti
Skjólbelti sem ræktuð
eru sem undanfari skóg-
ræktar. Víða er vindur og
skafrenningur vandamál
við skógrækt. Með skjól-
beltum má koma fyrir-
huguðu skógræktarsvæði í skjól og
draga þannig úr afföllum eftir gróður-
setningu og flýta fyrir vexti trjáplantna
fyrsta æviskeiðið, uns trjáplönturnar
fara að njóta skjóls hvert af öðru (u.þ.b.
1-2 m hæð).
Landbúnaðarskjólbelti
Skjólbelti sem ræktuð eru til að
skýla hefðbundnum landbúnaði, s.s.
búfénaði, grasrækt, kartöflurækt, korn-
rækt, bithögum og landbúnaðarbygg-
ingum. Kemur þar helst til að vindur
eykur uppgufun hjá plöntum og dýrum,
-73-