Goðasteinn - 01.09.1999, Page 77
Goðasteinn 1999
Þorsteinn Þórðarson, Sléttubóli:
Huldukona í barnsnauð
Söguna, sem ég ætla
að segja hér frá sagði
faðir minn mér, Þórður
Þorsteinsson, fyrrum
bóndi á Sléttubóli. Þessi
saga er mér vitanlega
hvergi skráð, en hún
hefur lifað í minningunni
frá barnæsku. Faðir minn
hafði þetta dularfulla
fyrirbæri eftir móður
sinni Sesselju Halldórs-
dóttur.
Kristín Sigurðardóttir,
móðir Sesselju, sem er
aðalpersóna þessarar
sögu var fædd í Hall-
geirsey A.-Landeyjum.
14. 9. 1817, d. 23.9.
1885. Eiginmaður henn-
ar var Halldór Þorvalds-
son. Þau byrjuðu sinn
búskap á Kirkjulandi í
A.-Landeyjum 1840og
bjuggu þar til ársins
1844, en þá flytjast þau
að Bryggjum í sömu
sveit og búa þar næstu 7
árin uns þau flytja að
Álfhólahjáleigu í V.-
Landeyjum og búa þar til
ársins 1877.
Sá atburður sem hér
um ræðir og nú skal til-
greina gerðist að Bryggj-
um er Kristín langamma
mín bjó þar, sem fyrr
segir. Til Kristínar lang-
ömmu kemur kona, sem
hún kannaðist ekki við.
Þegar í stað flaug í huga
hennarað huldukona
væri hér á ferð. Að-
komukonan (huldukon-
an) ávarpar Kristínu og
segir að þannig standi á
heima hjá sér að kona
væri í barnsnauð og
þyrfti hún tafarlaust á
hjálp að halda. Aðkomu-
konan bað Kristínu að
koma með sér og reyna
að veita hjálp. Kristín
brást skjótt við og fór hið
snarasta til hinnar nauð-
stöddu konu.
Á Bryggjum hagaði
þannig til er þessi at-
burður gerðist, að vot-
lendi var þar mikið, eins
og víða í Landeyjum í þá
daga. Bærinn stóð á há-
um hól, austur af bænum
sem nú er. Um það bil
800 m. í burtu var annar
hóll, allstór, sem heitir
Bryggnhóll og skilur
mýrarsund hólana að.
Hin ókunna kona stefnir
beint á Bryggnhól og
fylgir Kristín fast á eftir.
Þegar að hólnum er
komið er líkast því að
hann opnist, þær ganga
samstíga inn í hann. Þar
inni erfólk, sem Kristín
ekki þekkti, stumrandi
yfir konunni sem í barns-
nauð var. Kristín hófst
þegar handa við að
hjálpa til við fæðinguna.
Henni tókst giftusamlega
að bjarga bæði konu og
barni. Að þessu loknu
bjóst Kristín til heim-
-75-