Goðasteinn - 01.09.1999, Page 79
Goðasteinn 1999
Páll Björgvinsson, Hvolsvelli:
Hestakaup Einars Benediktssonar
Þessi saga er úr safni Guðríðar Guðnadóttur
frá Strönd, tekin úr blaðinu Suðurlandi 1957.
Einar Hildibrandsson var afi Guðríðar.
Guðríður liefur veríð búsett í Hafnaifirði í rúm
40 ár, lengst afá Krosseyrarvegi 14.
Þegar ég kom út í Rangárvallasýsluna
heyrði ég ýmsar sögur um Einar Benedikts-
son. Hafði hann átt að segja að „lærðu menn-
irnir“ mættu vara sig á visku bændanna, og
þeir „lærðu“ yrðu oftast að láta í minni pok-
ann, og í því
sambandi
fylgdi saga
um viðskipti
Einars Bene-
diktssonar
sýslumanns og
Einars Hildi-
brandssonar
bónda í Berja-
nesi. Hún var
á þessa leið:
Sýslumað-
ur var á ferð
sem oftar í
Landeyjum og lá leið hans um Berjanesland.
Sýslumaður sér tvær fallegar hryssur þar í
högum. Fer heim að Berjanesi og falar
hrossin af Einari bónda. Var hann tregur, því
sýslumaður vildi ekki gefa nema 50 kr. fyrir
hvora hryssu. Einar vildi fá 55 kr. og það
varð úr, en sýslumaður borgaði út í hönd 100
kr. og fór síðan með hryssurnar upp að Hofi.
Nú líður og bíður, Einar Hildibrandsson
er farið að lengja eftir eftirstöðvunum af
hryssuverðinu og hyggst nú sækja þær upp
að Hofi. Einar gerir boð fyrir sýslumann, og
kemur sýslumaður út á hlað. Ber Einar upp
erindi sitt og segist kominn til að sækja
eftirstöðvar hryssuverðsins.
„Eg skulda þér ekkert“, sagði sýslumaður,
„ég greiddi hryssurnar við móttöku.“
„Það standa eftir 10 krónur, og ef þú
borgar þær
ekki, skal hér
koma krókur á
móti bragði.“
„Hver er sá
krókur?“ spyr
sýslumaður.
„Hann er
sá“, segir
Einar bóndi,
„hryssurnar
eru hér í Hofs-
nesinu. Þær
eru með mínu
laukrétta marki
og ég tek þær
sem mína eign.“
„Vertu nú ekki að þessu, nafni minn.
Komdu inn, við skulum tala betur um þetta.“
Höfðu svo verið bornar krásir fyrir Einar
bónda, og rætt um allt annað en hryssurnar.
En þegar Einar bóndi fór, hafði sýslumaður
átt að læða í lófa hans 10 króna seðli.
-77-