Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 80
Goðasteinn 1999
Jórunn Eggertsdóttir, Lækjartúni:
/
Islenskar bændaferðir í 50 ár
Fyrsta utanlandsför íslenskra bænda
var farin til Noregs um miðjan júní árið
1948.
Eftir þessa ferð kom út bókin Nor-
egsför bænda og er aðal-
höfundur hennar Þórarinn
Helgason. Bókin er gefin
út af Helgafelli árið
1950.
Eg mun hér stikla á
stóru um innihald þess-
arar bókar.
Það kemur fram í for-
mála bókarinnar að
bændurnir sem þátt tóku í
ferðinni hafi ákveðið að
gera allt sem þeir gætu til
þess að ferðasagan yrði skráð og gefin
út í bókarformi. Töldu þeir að „fyrsta
bændaför til útlanda héðan af landi
myndi alla tíð þykja sá viðburður að
eigi væri vansalaust að láta sögu hen-
nar óskráða“.
1 bókinni kemur fram að Guðmund-
ur Þorbjarnarson á Stóra Hofi, formað-
ur Búnaðasambands Suðurlands, hafi
byrjað undirbúning ferðarinnar um
áramótin 1948. Fram kemur að til
fararinnar hafi „heppnast með aðstoð
Ingólfs Jónssonar, alþingismanns, að fá
yfirfærslu á tíu þúsund krónum til
greiðslu ferðakostnaðar í Noregi fyrir
tólf bændur af Suðurlandi". Auk þess-
ara bænda voru með í ferðinni Guð-
mundur Jónsson skólastjóri á Hvann-
eyri ásamt nemendum sínum er stund-
uðu framhaldsnám við
skólann. Fararstjóri var
ráðinn Arni G. Eylands
Búnaðarsambandinu
var mikill vandi á hönd-
um að velja menn til far-
arinnar, þar sem tólf menn
úr þremur sýslum komu
til greina. Beinar umsókn-
ir komu ekki til greina,
varð því að finna aðra
leið. Fyrir skyldi ganga
stjórn Búnaðarsambands-
ins og búnaðarþingsfulltrúar, en síðan
óbundið að öðru leyti en því að héruð-
unum skyldi gefast kostur á sem jaf-
nastri þátttöku eftir félagsmannatölu.
Bændur af Suðurlandi voru þessir:
Skaftfellingar: Sveinn Einarsson, Reyni
og Þórarinn Helgason, Þykkvabæ.
Rangæingar: Eggert Olafsson, Þor-
valdseyri, Agúst Andrésson, Hemlu,
Ágúst Guðmundsson, Stóra Hofi, og
Guðjón Jónsson, Ási. Árnesingar: Dag-
ur Brynjólfsson., Gaulverjabæ, Sigur-
grímur Jónsson, Holti, Stefán Diðriks-
son, Minniborg, Stefán Árnason, Syðri-
Reykjum, Árni Tómasson, Bræðratungu
-78-