Goðasteinn - 01.09.1999, Page 85
Goðasteinn 1999
Þorsteinn Oddsson frá Heiði:
Harðsótt eftirleit
Nú nýlega var ég að lesa frásögn
eftir Oskar Einarsson frá Bjólu í Djúp-
árhreppi þar sem hann segir frá eftirleit
á Rangárvallaafrétti.
Byggist frásögnin á viðtali við einn
þeirra sem fór þessa för
en sá var Sigurgeir Finns-
son, f. 16. nóv. 1870, d.
1.4. 1956 á Brekkum á
Rangárvöllum, þá vinnu-
maður á Reyðarvatni hjá
Tómasi Böðvarssyni, d.
1.4 1956.
Nokkrar villur eru í
frásögninni sem ég leitast
við að leiðrétta þótt liðin
séu nærri fimmtíu ár frá
því að frásögnin kom fyr-
ir almenningssjónir en hún kom í ritinu
Hrakningar og heiðarvegir, 1950. Um-
sjónarmenn Pálmi Hannesson og Jón
Eyþórsson
F erðafélagarnir
Þeir sem fóru þessa ferð auk Sigur-
geirs voru Páll Jónsson vinnumaður á
Reynifelli, f. 30. nóv. 1857, síðar bóndi
í Bakkakoti, d. 11.4. 1938, og Eiríkur
Jónsson frá Strönd á Rangárvöllum, f.
12.2 1854, d. 1.10 1938. Hann fór frá
Keldum. Eiríkur er sagður hafa búið í
Koti, sem ekki er rétt, þar bjó bróðir
hans Jóhann. Eiríkur dvaldi síðustu ár
ævi sinnar 1926-1938 á Þingskálum hjá
Sigurði syni sínum. Heyrði ég hann
segja frá þessari ferð og fleiri.
Ganga Sigurgeirs
A fyrirfram ákveðnum
degi hittust þeir félagar að
Fossi á Rangárvöllum
með nesti og nýja skó
eins og Iög gera ráð fyrir.
Allir voru þeir gangandi
og án alls viðlegubúnaðar
sem var venja í þessari
leit á þessum árum. Frá
Fossi héldu þeir félagar
inn á afréttinn inn Dal-
öldur að Blesárbóli, sem
rangnefnt er Blesaból í þætti O. E. og
gistu þar. Morguninn eftir skiptu þeir
með sér leitum. Sigurgeir hlaut lengstu
gönguna þar sem hann var þeirra
yngstur, skyldi hann halda inn Rangár-
botna inn yfir Markarfljót vestan
Laufafells og leita Reykjadali og þar í
kring, en Eiríkur og Páll önnur svæði
vestan Markarfljóts. Ákveðið var að
hittast um kvöldið við Standinn og
gista í hellisskúta sem þar var, en er nú
fallinn niður. I þætti O. E. er er sagt að
þeir hafi ætlað að hittast í Hagafells-
kofa sem sagður er norðan í Hagafelli,
-83-