Goðasteinn - 01.09.1999, Side 95
Goðasteinn 1999
hann hafði áhuga á og læknisfræðin var
efst á blaði. Hann fékk atvinnu í
Winnipeg sem læknir, en kom heim til
fslands 1893 og hugði aðeins á stutta
dvöl heima, og gerðist um tíma aðstoð-
armaður héraðslæknisins á Eyrarbakka.
Ólafur giftist, 31. maí 1893, mikil-
hæfri mannkostakonu, Guðríði Eiríks-
dóttur frá Minni-Völlum í Landsveit,
systur Ingiríðar, eiginkonu Guðjóns
Jónssonar, bónda að Asi í Asahreppi,
sem þekktur var í Rangárþingi fyrir
farsæl félagsmálastörf og kom á þeim
vettvangi vfða við sögu.
Greiðasölu byrjuðu hjónin í Þjórsár-
túni fljótlega eftir að þau höfðu reist
sér þar stórt og frítt íbúðarhús á til-
komumiklu bæjarstæði og þegar Frið-
rik VIII kom að Þjórsártúni, með fjöl-
mennt föruneyti í ágústmánuði 1907
var búið að byggja mikinn samkomusal
þar sem gestir fengu veislurétti og vel
búin rúm. Fljótlega var í Þjórsártúni
hafist handa við að rækta fallegt tún
með því að plægja, herfa og sá grasfræi
löngu áður en sá ræktunarmáti varð
algengur. A hæðinni austur af túninu
var sléttuð stór spilda, sem nefnd var
Konungsflöt. Þar var mikil búfjársýn-
ing þegar konungurinn heimsótti Þjórs-
ártún að áliðnum slætti árið 1907. Áður
en konungurinn kom, hafði sýslunefnd
Rangárvallasýslu látið mála Þjórsár-
brúna svo að hið virðulega mannvirki
blasti mjallarhvítt við hinum tignu
gestum, sem komu ríðandi á völdum
góðhestum, þar af átján úr Rangár-
vallasýslu. Þessa gæðinga höfðu þekkt-
ustu hestamenn í héraðinu valið. Þá
hafði sýslunefnd Rangárvallasýslu
kosið til að vera í hinu fríða föruneyti
konungs Þorstein Thorarensen hrepp-
stjóra og góðbónda að Móeiðarhvoli í
Hvolhreppi og til vara Helga Skúlason
bónda að Herríðarhóli í Ásahreppi, en
þeir voru systrasynir. Magnús lands-
höfðingi Stepensen hafði í bréfi til
sýslunefndarinnar beðið um að kosnir
yrðu fyrirmyndarbændur úr Rangár-
þingi f hina virðulegu konungsfylgd. Á
Konungsflötinni ofan við Þjórsártún
risu síðar tjaldbúðir á hverju vori rétt
fyrir túnaslátt. Stór veitingatjöld með
æfintýraljóma og kaffiveitingum með
myndarskap. Þar dunaði svo dansinn
um bjartar vornætur.
í Þjórsártúni héldu Árnesingar og
Rangæingar sínar þjóðhátíðir í áratugi.
Þetta voru íþróttamót með ræðuhöldum
skörunga eins og Sigurðar Greipssonar
frá Haukadal í Biskupstungum sem rak
íþróttaskóla á eigin ábyrgð með mynd-
ugleik, Sigurjóns Sigurðssonar, bónda í
Raftholti og séra Eíriks J. Eiríkssonar
þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, svo ein-
hverjir séu nefndir af þeim sem fluttu
móðurmálið eftirminnilega. Skemmti-
atriðin voru vönduð: hornaflokkar,
karlakórar og harmonikkuleikarar sem
af báru. Vissulega urðu margir góð-
glaðir á svona stórsamkomum, enda
var á þessum árum fátt um samkomur
um heyskapartímann, áður en vélvæð-
ingin létti störfin. Þjórsármótin voru
fastur punktur í tilverunni, tilhlökk-
unarefni ungra og aldinna.
Á fyrstu búskaparárum Guðríðar og
Olafs í Þjórsártúni var rekin þar smá-
-93-