Goðasteinn - 01.09.1999, Page 100
Goðasteinn 1999
Austan við brúarsporðinn reis síðar
með árunum fallegt kauptún, sem land-
námsmaðurinn Þorsteinn Björnsson,
kaupmaður frá Grímstungu í Vatnsdal
síðar bóndi að Selsundi, nefndi Hellu
þegar hann hóf þar sveitaverslun á
haustdögum árið 1927. Þorsteinn var
vinsæll kaupmaður, heiðarlegur og
velviljaður. Með árunum varð Hellu-
kauptún blómlegur og vel byggður
staður verslunar og hvers kyns þjón-
ustu. Meðal annars er þar myndarlegt
hótel og ferðamannaþjónusta til fyrir-
myndar. Hellukauptún er byggt í landi
tveggja jarða, Gaddstaða og Helluvaðs
í Rangárvallahreppi. Árið 1935 var
Kaupfélagið Þór stofnað fyrir forgöngu
Ingólfs Jónssonar, sem varð svo kaup-
félagsstjóri, en síðar alþingismaður og
ráðherra. Ingólfur á Hellu eins og hann
var oft nefndur var atorkusamur um
uppbyggingu staðarins. Kauptúnið hélt
nýlega upp á sjötíu ára afmælið með
myndarlegri dagskrá.
Eystri-Garðsauki
En eftir að brúin á Ytri-Rangá var
byggð liðu tvö ár þar til Eystri-Rangá
var brúuð og þar með var Eystri-Garðs-
auki í Hvolhreppi orðinn nokkurs kon-
ar samgöngumiðstöð eða áfangastaður
í austurhluta sýslunnar.
Þar bjó þá Sæmundur Oddsson, sem
fæddur var árið 1875 að Sámstöðum í
Fljótshlíð og eiginkona hans Steinunn
Bjarnadóttir frá Sandaseli í Meðallandi
og var hún fædd árið 1870 og gegndi
ljósmóðurstörfum í Hvolhreppi í full
fjörutíu ár. Sími kom að Garðsauka
árið 1909 eins og að Ægissíðu. Frá
Garðsauka var lagður sími til Vest-
mannaeyja árið 1911. I Eystri-Garðs-
auka var póst- og símstöð til ársins
1943 að símstöðin á Hvolsvelli var
tekin í notkun.
I gamla Eystri-Garðsaukahúsinu var
svokallað „póstmannskames“, herbergi
sem ætlað var póstinum til gistingar
eða póstunum þvf þar mættust austan-
póstarnir, en svo voru póstarnir úr
Skaftafellssýslu nefndir og póstarnir
sem komu frá Reykjavík. Lengst allra
annaðist póstflutningana á þessari
löngu leið vatna og vegaslóða Loftur
Olafsson frá Hörgslandi. Póstleiðin var
fyrst frá Prestbakka á Síðu frá 1904-
1918 að Odda á Rangárvöllum og síð-
an frá Kirkjubæjarklaustri að Eystri-
Garðsauka frá 1918 og þar til að Mark-
arfljótsbrúin var byggð.
Frá um 1920 var farið að ílytja póst-
inn austur að Garðsauka með Gamla-
Ford, sem Guðlaugur Bjarnason, síðar
bóndi og bílstjóri á Giljum ók, en
bílinn átti Hans Hannesson póstur. I
blaðinu Isafold er frétt í lok júlímán-
aðar 1920 um að póstferðir frá Reykja-
vík að Eystri-Garðsauka séu á hverjum
fimmtudegi og flytur póstbíllinn far-
þega auk póstsins, segir í fréttinni. Það
var umtalsverð nýung þegar einn dagur
dugði til að koma póstinum frá Reykja-
vík austur að Eystri- Garðsauka. Á vet-
urna var þó enn gripið til pósthestanna
og póstkoffortin rauðmáluðu hengd á
klakk.
Sæmundur bóndi í Eystri-Garðsauka
-98-