Goðasteinn - 01.09.1999, Page 105
Goðasteinn 1999
kosti 100 metra löng. Gömlu útvarps-
tækin voru ekki langdræg og þegar lítið
var orðið á háspennubatteríinu lögðu
menn eyrun við til að heyra þó ekki
væri meira en veðurfregnirnar.
Dalsselsheimilið var menningar-
heimili. Systkinin voru músikölsk. á
heimilinu var píanó, orgel, en harmó-
nikkan var það hljóðfæri, sem fyllti
húsakynnin svellandi hljómum dag-
lega. á fyrri hluta aldarinnar voru dans-
leikir haldnir á staðnum í svokölluðum
„sal“ sem kaupmaðurinn notaði síðar
sem pakkhús. Oft mátti heyra í
útvarpinu „Dalsselsbræður leika fyrir
dansi“. Leifur og Valdimar voru þekk-
tastir sem hljóðfæraleikarar um allt
Suðurland, en fleiri af systkinunum
voru vel liðtæk á þeim vettvangi.
Skáldskaparlistin var líka iðkuð í
Dalsseli. Sjálfur var bóndinn hagmælt-
ur, en systkinin iðkuðu líka ljóðagerð
og var elsta barnið Guðrún þekkt
skáldkona og eftir hana komu út tvær
Ijóðabækur: „í föðurgarði fyrrum“ sem
voru sprellifandi kliðmjúkar barnaþulur
og síðar ljóðabók, sem ber nafnið „Við
Fjöllin blá“. Lögin hans Valdimars
Auðunssonar eru vinsæl og í miklu
uppáhaldi hjá harmonikkuleikurum og
heyrast oft með sínum ljóðræna hrein-
leika í útvarpinu.
Þegar Markarfljótsbrúin hin fyrri
var tekin í notkun í nóvermbermánuði :
árið 1933 var gamli kaupmaðurinn í
Dalsseli dæmdur úr leik vegna breyttra
samgangna. Umsvifin urðu í hlutfalli
við það, að Dalssel var orðið úrleiðis.
Nýi vegurinn að Markarfljótsbrúnni,
sem vígð var 9. október 1992, liggur
aftur á móti nokkru norðan við Dalsel,
þar sem enn er rekinn myndarlegur bú-
skapur.
Eftir Suðurlandsveginum renna bíl-
arnir dag og nótt og minna í engu á þá
veröld sem var, meðan klukka landsins
gekk enn hægt. Virðurlegir jeppar með
hestakerrur í drætti, ökumaður með
aðra hönd á stýri, en símann í hinni.
Stórar vöruflutningabifreiðar, sem fara
í einni lotu austur á Firði, og aðrir á
leið til Reykjavíkur með sjávarafurðir
Austfirðinga. Póstbíllinn að Egils-
stöðum leggur upp frá Reykjavík á
síðkvöldum og þræðir Austfirðina en er
kominn á leiðarenda um fótaferðatíma
og dagblöðin eru víða út á landi komin
inn um bréfalúguna áður en morgun-
kaffið ilmar. í svipuðum dúr mætti
áfram telja um örar breytingar og bylt-
ingar á öldinni, sem brátt kveður. En
við erum komin austur að Markarfljóti
að nýju brúnni. Jökulvatnið sem kliðar
undir henni er búið að fara hundrað
kílómetra leið frá fyrstu upptökum og á
örskamma leið að ósum. Augum ferða-
mannsins mætir tignarleg sveit, með
sína björtu jökulbungu, þar sem lista-
verk náttúrunnar blasa við í austri og
heilla.
Helstu heimildir:
Söguþættir landpóstanna.
Sunnlenskar byggðir.
Eldur í æðum.
Bifreiðar á Islandi.
-103-