Goðasteinn - 01.09.1999, Side 111
Goðasteinn 1999
Gömul þula
Sat ég undir fiskihlaða föður
mfns
átti að gæta bús og barna,
svíns og sauða.
Menn komu að mér, ráku staf
í hnakka mér
gerðu mér svo mikinn skaða
lögðu eld í bóndans hlaða.
Hlaðinn tók að brenna en ég
tók að renna
allt útundir lönd
allt útundir biskupslönd.
Biskup átti valið bú
hann gaf mér bæði uxa og kú,
uxinn tók að vaxa en kýrin að
mjólka.
Sankti-María gaf mér sauð
síðan lá hún steindauð.
Annan gaf mér Freyja
hún kunni ekki að deyja.
Gott þótti mér út að líta
í skinninu hvíta
í skikkjunni grænni.
Konan mín í kofanum
bíður mér til stofunnar.
Ekki vil ég til stofu gá
heldur upp á hólinn
að hitta konu bónda.
Kona bónda gekk til brunns
vagaði og kjagaði
lét hún ganga hettuna
og smettuna
Byngja litla dimma dó
nú er dauður Egill
og Keigill í skógi.
Gátur
1.
Hvað er það sem ég sé og þú
sérð, konungurinn sjaldan, en
Guð aldrei?
2.
Hvað er það sem stendur
kyrrt, en hleypur þó?
3.
Hvað er það sem stendur
kyrrt, en gengur þó?
4.
Sá ég í síðum poka
svartan spotta mjóan,
fimm í hann fingur toga,
fer hann þá í sundur.
Kemur í kringlótta holu
koma þá að honum vargar
stuttir og hvítir stubbar,
stýfa þeir hann í sundur.
5.
Gettu með hverju ég girti mig
gerði ég vatn að sækja?
Að því spyr ég einan þig,
úr því máttu flækja.
Hvorki var í því hár né ull
né húð af skepnum neinum,
ekki silfur og ekki gull
né neitt af jarðarleynum?
Rak ég á það remnihnút,
reyrði fast að búki,
síðan gerði ég arka út
í ekki litlu fjúki.
6.
Tveir menn hittust á fornum
vegi, þeir heilsuðust en
þekktust ekki. Þá spurði
annar hinn hvaðan hann væri,
hinn svaraði með þessari
vísu:
Þú mátt hafa vil í vösum
vel skilur orð mín sljó.
Bær minn frísar freyddum
nösum,
ferðmikill en latur þó.
Hinn getur ekki áttað sig á
svarinu, þá kvað hinn aftur.
Svarið bresta mig ei má
mér er verst að þegja.
Eg á Hesti heima á,
hreint er best að segja.
7.
Ég lagði af stað í ferð af
fjalli,
í ferðinni mætti ég gömlum
karli.
karlinn var með synina sjö
og synirnir voru með börnin
tvö.
Hvað komu margir fætur af
fjalli?
8.
Gekk ég fyrir hellismunna,
þar var inni blaðka. Fyrir
ofan blöðkuna voru tvö vind-
hús. Fyrir ofan vindhús voru
tvö stöðuvötn. Fyrir ofan tvo
háklakka var hálslangt hraun
og veifluskaft aftur úr. Fyrir
neðan veifuskaft voru tveir
sápustaðir. Fyrir neðan sápu-
staði voru fjórar vífilstoðir,
neðan f hverri vífilstoð voru
fimm hornleglur.
9.
Ég er ei nema skaft og skott
skrautlega búin stundum.
Engri skepnu geri gott
en geng í lið með hundum.
(Lausnir: Bls. 243.)
-109-