Goðasteinn - 01.09.1999, Page 114
Goðasteinn 1999
Þórður Tómasson safnstjóri, Skógum:
Skógakirkja
Ytri-Skógar undir Eyjafjöllum eru í
röð elstu kirkjustaða landsins. Þar sátu
að búi á eign sinni allt til loka 14. aldar
niðjar landnámsmannsins Þrasa hins
gamla, Skógverjar, ætt mikillar virð-
ingar í sögu landsins.
Kirkja hefur verið risin í
Skógum um árið 1100 og
er nefnd í Kirknaskrá
Páls Jónssonar biskups
frá aldarmótunum 1200. I
Islenzku fornbréfasafni,
öðru bindi (bls. 677), er
máldagi Skógakirkju, tal-
inn frá árinu 1332. Þar
segir svo:
„Nikuláskirkja í Skóg-
um á hálft heimaland með öllum rekum
þeim sem þar fylgja og þessum útjörð-
um, hálfa Drangshlíð, Skarðshlíð,
Horðaskála, Bakki og Berjanes og
Eystri-Sóga. Kirkja á innan sig 5
manna messuklæði og tvo hökla, að auk
sloppar 4 og kantarakápur þrjár,
fjögur háaltarisklæði, þrjú á hváru
minna altari með dúkum, messuserkur
einn nýr, vígður, og kaleikar tveir,
glóðarker eitt og annað brotið, kerti-
stikur fjórar, sex klukkur og bjöllur
tvœr, skrín og textus evangeliorum,
tveir altarasteinar búnir, þrír krossar
smeltir og þrír óbúnir, Maríuskriftir
tvœr, Péturs skrift og Nikulás, Jóns
líkneski postula og Maríu, tvær kistur
og stóll, merki tvö, bjór og sönghús-
Kvífé sextígi ásauðar
og tíu kýr. Þrjú hundruð í
bókum, krismaker med
tönn, kirkjukolur tvær og
vatnkall. Tveggja kenni-
manna skyld eður prestur
og djákni. Kirkjan á og
tvo glerglugga og pax-
blað. “
Máldaginn vitnar um
auð og menningu. Skóg-
verjar hafa greinilega átt
mikinn metnað í öllu er varðaði kirkju
þeirra. Kirkjan hefur verið stór, senni-
lega stafakirkja, með háaltari og tveim-
ur hliðarölturum. Fénaðareign hennar
sýnir að stórbú hefur verið á staðnum,
enda Skógaland þá óblásið langt inn til
heiða. Afrakstur kirkjuhlutans var laun
presta og rann síðar til prests í Ey-
vindarhólum er prestsskylda féll niður í
Skógum.
Lúthersk niðurlæging
Máldagi Skógakirkju frá tíð Gísla
Jónssonar biskups í Skálholti frá um
-112-