Goðasteinn - 01.09.1999, Page 116
Goðasteinn 1999
að sögn undir arinhellunni framan við
kjallaradyr síðasta íbúðarhúss í austur-
bæ.
Kirkja lögð niður
Undir lok 19. aldar voru enn þrjár
kirkjur undir Austur-Eyjafjöllum, í
Skógum, í Eyvindarhólum og í Stein-
um. Eigendum Skógakirkju og Steina-
kirkju fannst þungt að búa undir við-
haldi þeirra og endurbyggingu, og sú
stefna ríkti þá hjá kirkjuyfirvöldum að
fækka kirkjum. Arið 1890 var svo
ákveðið að leggja kirkjur í Skógum og
Steinum niður og byggja nýja og stóra
timburkirkju í Eyvindarhólum. Skóga-
kirkja var þá hálfrar aldar gömul,
byggð úr timbri, fátækleg bæði ytra og
innra. Aðalprýði hennar var tólf arma
ljósahjálmur frá um 1600 og minning-
artafla vegleg um maddömu Sigríði
Einarsdóttur (d. 1865), fyrri konu séra
Kjartans Jónssonar í Skógum. í kirkju-
hurð var efnismikill koparhringur sem
þá var talið að fundist hefði í gullkistu
Þrasa landnámsmanns bak við Skóga-
foss.
Kirkjugarður hélst áfram í notkun í
Skógum fram um miðja 20. öld. Þar
hlutu legstað síðustu ábúendur í Ytri-
Skógum, sem sátu jörðina til 1944, og
fólk úr suðurbæjarfjölskyldu á Hrúta-
felli.
Viðum Skógakirkju var sundrað
1890. Strikaður biti úr henni var í hey-
hlöðu í austurbænum í Skógum fram
um 1940. Ljósahjálmur, minningartafla
Sigríðar Einarsdóttur og hurðarhringur
fóru að Eyvindarhólum. Önnur kirkju-
klukkan hékk í sáluhliði Skóga-
kirkjugarðs, var síðast notuð sem
skólabjalla í Skógaskóla og rann sund-
ur í bruna er rafstöðvarhús skólans
brann 1960.
Draumur verður til
Ég flutti að Skógum síðla árs 1959.
Þar hafði amma föður míns, Sigríður
Einarsdóttir, alist upp og þar hafði ætt
hennar alið manninn í full 300 ár, ef
ekki lengur. Forfeður mínir og for-
mæður hvíldu í guðsbarnareit í Skóg-
um eins og gamla fólkið sagði og ég
átti mér brátt þá hugsjón að kirkja risi
aftur á ættarsetrinu.
Ævintýri dagsins í dag, ný Skóga-
kirkja, átti sér svo markvissan aðdrag-
anda.
Arið 1962 var Eyvindarhólakirkja
frá 1890 rifin. Safnið í Skógum fékk
frá henni útsagað skraut úr gluggum og
útsagað skraut frá kverkum við kór-
stafi. Safnið tók ennfremur til varð-
veislu tvo ljósahjálma kirkjunnar, tvær
stórar kirkjuklukkur frá 18. öld og
gamla hurðarhringinn sem áður var í
hurð Skógakirkju. Hér kom þá aftur að
Skógum ljósahjálmur Skógakirkju,
sviptur nokkrum ljósaliljum. Minn-
ingarspjald Sigríðar Einarsdóttur var
ennfremur afhent Byggðasafninu. Mér
er það að þakka eða kenna að sumir
þessir hlutir voru ekki fluttir burtu í
einhvern fjærlægan stað, og skal sú
saga ekki rakin hér.
Nokkur umræða varð um það að
flytja gömlu Eyvindarhólakirkju upp
að Skógum og gera hana að skóla-
-114-