Goðasteinn - 01.09.1999, Side 120
Goðasteinn 1999
Leitað var útboðs í annan verkþátt
byggingar, þann að gera húsið fokhelt,
árið 1995. Sveinn Sigurðsson tré-
smíðameistari í Hvolsvelli kom með
hagkvæmast tilboð og vann verkið með
prýði á síðara hluta árs, og í fullu sam-
ræmi við forna byggingarhefð í tré-
smíði. Byggingarefni fékkst á mjög
hagkvæmu verði frá versluninni Bykó.
Öll innsmíði var unnin af bygginga-
fyrirtækinu Trévík ehf. í Vík. Karl
Ragnarsson trésmíðarmeistari leiddi
verkið af snilld. Því var lokið vorið
1998 og kirkjan vígð með vegsemd af
biskupi Islands hr. Karli Sigurbjörns-
syni í yndisfögru sólveðri þann 14.
júní. Við vígsluna voru prófastur
Rangárvallasýslu, sr. Sváfnir Svein-
bjarnarson, og prestar í Rangárvalla-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu,
kirkjumálaráðherra Þorsteinn Pálsson
og menntamálaráðherra Björn Bjarna-
son. Vígslugestir voru nær 400 og sátu
að lokinni vígslu fagra veislu í boði
Skógakirkju, Eyvindarhólasóknar,
Austur-Eyjafjallahrepps og Framhalds-
skólans í Skógum. Kirkjukór Holts-
prestakalls prýddi athöfn með fögrum
söng.
Byggingarhlutar
Hér mun greint frá helstu staðreynd-
um varðandi stærð og smíði Skóga-
kirkju, svo og frá kirkjugripum:
Skógakirkja er timburhús á steypt-
um grunni 4,70 x 8,70 m að innanmáli,
sama stærð og á Skógakirkju sem rifin
var 1890. Þak er tvöfalt, að innan skar-
súð, blámáluð, að utan rennisúð gerð af
breiðum borðum, tjörguð. Gluggar eru
úr Grafarkirkju í Skaftártungu, sem
byggð var 1898. Utsagað skraut í þeim
er úr Eyvindarhólakirkju. Sambærilegt
skraut í Grafarkirkju var allt brotið og
einskis nýtt. Hurðir eru vængjahurðir
og tvöfaldar.
Innri hurðir eru frá íbúðarhúsi í Hlíð
í Skaftártungu sem byggt var 1908 og
eru verk snillingsins Sveins Ólafssonar
bónda í Suður-Hvammi í Mýrdal (f.
1861, d. 1934).
Ytri hurðir eru nýjar en hurðarskráin
frá Þykkvarbæjarklausturskirkju í
Álftaveri. Hún er smíðuð árið 1865 af
Bjarna Bjarnasyni, bónda á Keldunúpi
á Síðu, tvíburasystir við skrá á Prest-
bakkakirkju á Síðu. Skráin var rnjög
skemmd af ryði er Klausturskirkjan var
tekin til mikilla endurbóta árið 1964 og
þá afhent Skógasafni. Nú er hún ræki-
lega viðgerð af Smára Tómassyni í Vík
í Mýrdal. Hann smíðaði og lykil er
vantaði.
Árið 1998 eignaðist Skógasafn
koparhöldu af fornum kirkjulykli frá
Holti undir Eyjafjöllum og hún var sett
á lykil Smára.
Hurðarjárn á ytri hurðum eru smíð-
uð eftir teikningu Hjörleifs Stefáns-
sonar af Baldvini Einarssyni í Vík í
Mýrdal.
Skraut yfir kirkjudyrum er endur-
gerð dyraskrauts frá Kálfholtskirkju frá
1879.
Klukknaport er fram af dyrum.
Framan á því eru útskornar vindskeið-
ar, gerðar af skurðmeistara Matthíasi
Andréssyni frá Berjanesi um 1960 á
-118-