Goðasteinn - 01.09.1999, Page 121
Goðasteinn 1999
íbúðarhús hans í Kópavogi. Þar höfðu
þær gegnt hlutverki sínu og farnar að
láta nokkuð á sjá. I uppsetningu á
klukknaporti var numin brott fúa-
skemmd og fjalirnar nokkuð þynntar.
Tvær kirkjuklukkur hanga uppi í
klukknaportinu. Sú til hægri, þegar að
er komið, er frá Höfðabrekku í Mýrdal.
Síðast var hún geymd niðri í Skiphelli
og þar afhenti Ragnar Þorsteinsson
bóndi á Höfðabrekku mér hana. Þetta
mun án efa vera önnur þeirra kirkju-
klukkna sem sr. Jón Salómonsson
bjargaði er Kötluhlaupið tók kirkju og
bæ á Höfðabrekku árið 1660. Sr. Jón
stökk með þær upp Tíðabrekku og upp
f Klukknahelli, upp frá gamla bæjar-
stæðinu sem nú er sandi hulið við
brekkurætur.
Hin klukkan er frá Eystri-Asum í
Skaftártungu, er með ártali ANNO
1742 og fögrum skrautbekk. Hún
fylgdi kirkjugarði í Ásum er kirkja var
þar ofan tekin 1898. Sveinn sonur sr.
Sveins Eiríkssonar í Ásum bjó þar árin
1908-1923. Hann flutti klukkuna með
sér að Norður-Fossi í Mýrdal þar sem
hann bjó til 1942, enda þá fyrir löngu
hætt að hringja líkhringingu í Ásum.
Olafur Sigursveinsson bóndi á Norður-
Fossi, sonarsonur Sveins, afhenti
Skógasafni klukkuna. Þessar tvær
kirkjuklukkur eru áþekkar að stærð og
fara einkar vel saman í klukknaporti
Skógakirkju.
Innan dyra er meginhlutinn af vegg-
þiljum úr Kálfholtskirkju, heimaunnar
úr rekaviði.
Höfuðprýði í timburverki kirkjunnar
er milligerð milli kórs og framkirkju.
Fyrirmynd að pflárum í kórgrindum sitt
hvorum megin kórstafa er pílári frá síð-
ustu torfkirkju á Kálfafelli í Fljóts-
hverfi sem rifin var 1898 og var fengin
hjá Birni Magnússyni prófessor í
Reykjavík. Faðir hans, sr. Magnús
Bjarnason á Prestsbakka, hélt nokkrum
pílárum gömlu kirkjunnar til haga.
Torfkirkjan mun hafa verið byggð af
Páli Pálssyni snikkara um 1860. Pílár-
arnir eru endurgerðir af Matthíasi
Andréssyni.
Gotneskur bogi í kórdyrum er úr
Dalskirkju frá 1895 en fyrirmyndir að
útsöguðu skrauti í kverkum sitt hvorum
megin við kórstafi eru frá Eyvindar-
hólakirkju, aðeins stækkaðar nokkuð
upp af Karli Ragnarssyni. Upprunalega
skrautið er nú sett upp í kverkar við
stafi undir setulofti. Neðan á bitum þar,
innan við stafi, er skraut úr Dalskirkju.
Utsagað skraut ofan á kórbita er frá
Eyvindarhólum, að ætla má verk Hjör-
leifs Jónssonar. Predikunarstóll við
suðurvegg er úr Hábæjarkirkju í
Þykkvabæ, kom þaðan 1972, var áður í
Háfskirkju. Ætla má að hann sé frá um
1880. Yfir honum er himinn með út-
söguðu skrauti í brúnum, gerður af
Matthíasi Andréssyni eftir himni í
Eyvindarhólakirkju.
I kór eru grátur Dalskirkju á hinum
gamla altarispalli og sóma sér að öllu
vel. Altarið er frá Sigluvíkurkirkju í
Landeyjum og gæti sem best verið
altarið sem þjóðhaginn Bjarni Gunn-
arsson á Sandhólaferju smíðaði um
1830 og vitnaði til með þessum orðum:
-119-