Goðasteinn - 01.09.1999, Side 124
Goðasteinn 1999
Prestaskrúði
Skógarkirkja býr bærilega með
prestaskrúða. Söfnuður Eyvindarhóla-
sóknar afhenti henni 1997 tvo gamla
hökla og tvö altarisklæði fornfáleg.
Annar hökullinn er með kniplinga-
krossi á baki og ætla verður að hann sé
verk Kristínar Sigurðardóttur húsfreyju
í Alfhólahjálegu í Landeyjum frá miðri
19. öld. Hún var móðir Ingunnar Hall-
dórsdóttur sýslumannsfrúar á Velli, og
heimildin um höklasaum sótt til henn-
ar.
Kvenfélagið Fjallkonan gaf kirkj-
unni fagurt rykkilín á vígsludegi henn-
ar.
Prestshempa og prestakragi sr. Er-
lends Þórðarsonar í Odda er í eigu
Skógasafns, gjöf frá dætrum hans,
Önnu og Jakobínu.
Fyrir atbeina herra Sigurbjarnar Ein-
arssonar biskups bárust Skógarkirkju
að gjöf sunnan um haf, frá Danmörku,
margar kirkjulegar veftir, vandaður
rauður hökull með gylltum krossi,
stólur, korpóralshús og fleira. Gefand-
inn var gömul, dönsk prestsekkja og
hafði þetta verið einkaeign manns
hennar.
Bækur og fleira
Bókaeign Skógarkirkju er nokkur.
Andres H. Valberg safnari í Reykjavík
gaf gott eintak Viðeyjarbiblíu frá 1841
og í skrautletrun framan við titilblað
segir að hún sé gefin Nikurlásarkirkju í
Skógum. Biblían er í fögru sýningar-
púlti smíðuðu af Karli Ragnarssyni.
Steinn Hermann Sigurðsson á Sel-
fossi gaf kirkjunni á vígsludegi ljós-
prentun Guðbrandsbiblíu, sem föður
hans, sr. Sigurði Einarssyni skáldi í
Holti var gefin á sextusafmæli 1958 af
söfnuði Ásólfsskálasóknar.
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup
gaf áletraða Handbók íslensku kirkj-
unnar.
Kristinn Skæringsson frá Drangs-
hlíð og kona hans, Þorbjörg Jóhanns-
dóttir, gáfu 25 sálmabækur í skraut-
bandi með nafni kirkjunnar.
Vigfús Sigurðsson frá Brúnum gaf
útgáfu Jónasar Jónssonar þinghús-
varðar á Passíusálmunum með nótum,
áður í eigu gefanda, Sigurðar Vigfús-
sonar bónda og organista á Brúnum.
Guðrún og Þóra Sigríður Tómas-
dætur gáfu á vígsludegi blómavasa úr
krystal.
Tvö orgelharmonium eru í kirkj-
unni. I kór er lítið og hljóðgott har-
moníum sem var fyrst í eign Sigurjóns
Kjartanssonar söngstjóra og kaup-
félagsstjóra í Vík í Mýrdal, síðar í eigu
sr. Jóns Þorvarðssonar í Vík, sem not-
aði það við helgiathafnir í heimahús-
um. Börn hans, Margrét, Ólafur og
Sigurgeir, gáfu það Skógakirkju.
Á setulofti er fyrsta harmonium
Eyvindarhólakirkju frá 1902. Sigurjón
Kjartansson kom einnig við sögu þess
sem organisti kirkjunnar. Eggert Ólafs-
son á Þorvaldseyri og Ingibjörg kona
hans gáfu Skógakirkju það til varð-
veislu. Kóralbók Sigurbjörns Kjartans-
sonar, að nokkru handrit, er í eigu
Skógasafns.
Nokkrar grafskriftir eru settar upp á
-122-