Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 125
Goðasteinn 1999
kirkjuveggi í samræmi við gamla hefð.
Grafskrift Sveins Pálssonar læknis er á
norðurvegg í kór, grafskrift sr. Þórðar
Brynjólfssonar á Felli í Mýrdal (d.
1840) er á suðurvegg í kór. A norður-
vegg inn við kórgrindur er silfurskjöld-
ur helgaður minningu Þórarins Öfjörð
sýslumanns( 1 823), verk Þorgríms
Tómassonar gullsmiðs á Bessastöðum.
Guðlaugur Þórðarson málarameist-
ari í Reykjavík málaði af snilli predik-
unarstól, altari, grátur, kórstafi, kór-
grindur og fleira, einn fárra sem kann
oðrun og marmaramálningu í gömlum
stíl. Litir eru að ákvörðun arkitekts
sóttir í umgerð altaristöflu, mar-
maramálning í spjöldum predikun-
arstóls og altaris og brúnn litur á öðrum
byggingarhlutum.
Garður
Sveitakirkja án kirkjugarðs er naum-
ast kirkja. Garðhleðslu um Skógakirkju
var til vegar komið vorið 1998. Efnið í
hleðsluna, valið hraungrjót, Iagði til
Bjarni í Hraunbæ og fleiri Alftveringar,
og fé til að vinna verkið lagði til Minn-
ingasjóður Eiríks Guðjónssonar frá Asi
í Ásahreppi. Þeir Ásverjar hafa verið
mér og Skógasafni innan handar fyrr
og blessaðir séu þeir fyrir það. Viðar
Bjarnason bóndi á Ásólfsskála var
hleðslumeistari og honum til aðstoðar
var Guðjón Jónsson bóndi á Núpi. Hér
er utangarðshleðsla úr grjóti, innan-
garðshleðsla úr sniddu og fer vel.
Gangstígur frá sáluhliði að tröppum
er lagður hraunhellum frá Alviðru-
hömrum í Álftaveri. Áður var Hilmar
Jón Brynjólfsson á Þykkvabæjar-
klaustri búinn að láta mér í té hellur í
kirkjutröppur sem sagaðar voru í hæfi-
legar stærðir af Ólafi Tómassyni í
Skarðshlíð.
Sáluhliðið á sér uppruna í Teigs-
kirkjugarði í Fljótshlíð. Boginn er
gamall en stólpar eru endurnýjaðir.
Boginn vitnar um það að einu sinni áttu
ungir sveinar í Teigi sér rólu í sáluhliði.
Smíði á hliðgrind bíður betri tíma.
Margar hjálparhendur
Margar góðar hendur voru réttar
fram til að Skógakirkja yrði annað og
meira en hugsjón. I dag er hún höfuð-
prýði Skógasafns. Ekki skyldi gleymt
þeim sem lögðu fram fjármuni til
verksins, Jöfnunarsjóði sókna, Kirkju-
garðasjóði, Eyvindarhólasöfnuði,
ríkissjóði, höfðingssinnuðum mönnum
eins og Ástþóri Yngva Einarssyni frá
Vestmannaeyjum, Bjarna Bjarnasyni
kennara frá Álfhólum, Leifi Sveinssyni
lögfræðingi, Smára Ólasyni fæðimanni
í kirkjutónlist og svo mörgum öðrum
sem hönd lögðu á helgan plóg, eins og
gamla fólkið sagði.
Drýgstur til hjálpar var þó sr.
Halldór Gunnarsson í senn í ráðum og
dáð, og ekki sé ég glöggt hversu verki
hefði orðið til vegar komið án hans.
Það lofar hver sína hýru og það vildi ég
jafnan gera. Við sögðum í lokin að
bygging Skógakirkju væri framlag
Skógasafns til kristnitökuafmælis á
íslandi árið 2000. Við kirkjuvígslu
voru rétt 1000 ár liðin frá því er
Þangbrandur skírði Mýrdælinga í
-123-