Goðasteinn - 01.09.1999, Page 128
Goðasteinn 1999
í upphafi íslendingabókar segir Ari
fróði:
Islendingabók g0rða ek fyrst
byskupum órum, Þorláki ok Katli, ok
sýndak bæði þeim ok Sæmundi presti.
En með því að þeim líkaði svá at hafa
eða þar viðr auka, þá skrifaða ek þessa
of et sama far, fyr útan áttartflu ok
konunga œvi, ok jókk því es mér varð
síðan kunnara ok nú es gerr sagt á
þessi en á þeiri (IFI, 3).
Sii staðreynd að Ari sýndi verk sitt
Sæmundi, auk biskupanna, er ótvíræð-
ur vitnisburður um að Sæmundur hefur
verið álitinn lærðari en aðrir skóla-
gengnir menn á Islandi á þessum tíma,
þriðja áratug 12. aldar. Biskuparnir
hafa að sjálfsögðu lesið verk Ara yfir í
krafti embætta sinna, og væntanlega
hefur Ari hafist handa um ritun Islend-
ingabókar að þeirra frumkvæði, en Sæ-
mundur hlýtur að hafa verið til kvaddur
í krafti lærdóms og þekkingar.
Sæmundur er víðar nefndur í Islend-
ingabók en í upphafinu. Þegar Ari fróði
telur upp lögsögumenn á elleftu öld
nefnir hann meðal annarra Sighvat
Surtsson, sem hafði lögsögu 1076-
1083, og bætir við í framhaldi:
Á þeim dogum kom Sœmundr Sig-
fússon sunnan af Frakklandi hingat til
lands ok lét síðan vígjask til prests (IF
I, 20-21).
íslendingabók er ekki mikil að vöxt-
um, tæpar 30 bls. í útgáfu Hins íslenska
fornritafélags. Yfirlýstur tilgangur með
ritun hennar var að gefa yfirlit yfir Is-
landssöguna frá landnámi og fram á 12.
öld með sérstakri áherslu á sögu kristni
og kirkju. Með hliðsjón af þessu hlýtur
það að vekja athygli að Ari skuli greina
frá því sérstaklega, að Sæmundur Sig-
fússon hafi komið heim frá námi í
útlöndum og gerst prestur. Ari tiltekur
ekki ártalið er Sæmundur kom til
landsins, en yngri sagnaritarar og
fræðimenn hafa talið líklegt að hann
eigi við árin um og laust eftir 1076 eins
og nánar verður vikið að síðar.
Sú staðreynd að heimkomuárið er
ekki tilgreint nákvæmlega virðist mér
benda til þess, að Ari hafi talið heim-
komu Sæmundar frá „Frakklandi“ til
þess merkasta og mikilvægasta sem
gerðist í Islandssögunni á tilgreindum
árum. Orðalagið hafi verið valið gagn-
gert til að gefa hingaðkomu Sæmundar
aukið vægi.
I nokkrum annálum er getið heim-
komu Sæmundar úr skóla. Þar er tíma-
setning þrengri en hjá Ara og miðast
við árin 1076-1078. í Konungsannál
segir við árið 1076:
Sœmundur hinn fróði kom úr skóla
(IA 1878, 110).
I Lögmannsannál segir við árið
1078:
Sæmundur hinn fróði kom úr skóla
með áeggjan Jóns Ögmundssonar er
síðan varð biskup á Hólum (IA 1878,
251).
-126-