Goðasteinn - 01.09.1999, Page 129
Goðasteinn 1999
í Oddaverjaannál, sem er yngstur
þessara annála og frá 16. öld, segir á
þessa leið við árið 1077:
Sœmundur fróði kom úr skóla af
París meö áeggjan Jóns Ögmundssonar
er síðar varð byskup á Hólum. Hann
var spekingur að viti og bjó að Odda á
Rangárvöllum (IA 1878, 471).
Samkvæmt Islendingabók gæti Sæ-
mundur í mesta lagi hafa verið tæplega
þrítugur er hann kom heim frá námi, en
samkvæmt annálunum hefur hann ekki
verið eldri en tuttugu og fjögurra til
tuttugu og sex ára.
I Islendingabók nefnir Ari fróði
Sæmund í þriðja sinni er hann gerir
grein fyrir tíundarlögum Gissurar
biskups. Þar segir:
Af ástsœlð hans (Gissurar) ok aftol-
um þeira Sæmundar með umbráði
Markúss logsogumanns vas þat í log
leitt, at allir menn tflðu ok virðu alltfé
sitt og sóru, at rétt virt vœri, hvárt sem
vas í londum eða í lausaaurum, ok
gprðu tíund afsíðan (IFI, 22).
Hér virðist Sæmundur enn hafa ver-
ið til kvaddur í krafti lærdóms síns og
þekkingar eingöngu, en Markús lög-
sögumaður hefur vegna embættis síns
átt eðlilegan hlut að málin með biskupi.
Hungurvaka greinir einnig frá setn-
ingu tíundarlaga og vfkur þá jafnframt
að hlut Sæmundar Sigfússonar við und-
irbúning þeirra laga. Sæmundi Iýsir
höfundur Hungurvöku með þessum
orðum:
... er bæði var forvitri, ok lœrðr allra
manna bezt (Byskupasfgur 11938, 86).
Forvitri inerkir að líkindum mjög
vitur að skilningi höfundar Hungur-
vöku. Hann hefur því lagt sérstaka
áherslu á að Sæmundur hafi verið
hvorttveggja, vitur maður og lærður.
I því sem hér hefur verið rakið úr
elstu heimildum um Sæmund prest Sig-
fússon kemur skýrt fram, að hann hefur
verið metinn umfram aðra lærða menn
á íslandi um sína daga. Margt láta
heimildirnar þó ósagt um Sæmund,
bæði uin lærdóm hans og ævistarf og
þar hafa verið gerðar tilraunir til að
geta í eyður. Þær spurningar sem fræði-
menn síðari alda hafa einkum leitast
við að svara um Sæmund og ævi hans
eru þessar:
1. Hve gamall var Sæmundur er hann
hélt utan til náms?
2. Hvar lærði Sæmundur? Og hvar var
það „Frakkland“ sem hann kom frá,
er hann kom sunnan á árunum 1076-
1083?
3. Hvað lærði Sæmundur?
Um alla þessa hluti eru heimildir
óljósar, en ýmsar getgátur, misjafnlega
sennilegar, hafa verið settar fram í tím-
ans rás. Verður hér á eftir leitast við að
svara þessum spurningum eftir því sem
heimildir og rannsóknir gefa tilefni til.
Liggur þá fyrst fyrir að kynna það sem
segir um Sæmund og námsdvöl hans á
meginlandinu í Jóns sögu lielga.
Upprunaleg gerð Jóns sögu helga
-127-