Goðasteinn - 01.09.1999, Page 130
Goðasteinn 1999
Ögmundarsonar var eftir Gunnlaug
Leifsson munk á Þingeyrum, rituð á
latínu, væntanlega á árunum 1201-
1210 (MML 1962, 617). Sagan var eðli
málsins samkvæmt rituð hinum helga
Jóni biskupi til lofs og dýrðar og
áhersla Iögð á að draga fram ágæti hans
í hvívetna. Latínugerð sögunnar er
glötuð, en þýðing hennar er varðveitt í
þremur megingerðum, A, B og C. Tvær
þær fyrrnefndu hafa verið gefnar út
tvívegis og umræður átt sér stað um
aldur þeirra og heimildargildi.
Er meginniðurstaða þeirra rann-
sókna á þá lund, að A-gerðin sé eldri,
að líkindum frá fyrsta áratug tólftu
aldar, en B-gerðin sé hins vegar frá
fjórtándu öld (ST 1988 og tilv. rit).“
Þessar tvær gerðir Jóns sögu helga
verða hér metnar frá þjóðsagnafræði-
legu sjónarmiði með sérstakri hliðsjón
af því sem í þeim segir um Sæmund og
einkum hugað að því hvernig sú at-
hugun kemur heim við niðurstöður
fyrri rannsókna.
I A-gerð sögunnar segir á þessa leið
í útgáfu Guðna Jónssonar 1953:
Eigi hæfir annat en geta þess við,
hversu mikit lið íslenzkum mönnum varð
jafnvel utanlendis sem hér at inum
helga Jóni hyskupi. Teljum vér þann
hlut fyrstan til þess, at hann spandi út
2 í útgáfu Guðna Jónssonar í Byskupasögum
II, sem hér er vitnað til, er B-gerðin talin eldri
Því sjónarmiði hefur verið hafnað í nýjustu
rannsóknum eins og fram hefur komið og
þjóðsagnafræðileg rök mæla einnig gegn því
eins og nánar er vikið að hér á eftir.
hingat með sér Sœmund Sigfússon,
þann mann, er einnhverr hefir enn verit
mestr nytjamaðr guðs kristni á þessu
landi ok hafði verit lengi utan, svá at
ekki spurðist til hans. En inn helgi Jón
fekk hann upp spurðan ok hafði liann
sunnan með sér, ok fóru þeir háðir
saman sunnan út hingat til frœnda
sinna ok fóstrjarðar (Byskupasögur II
1953, 84).
Vart er hægt að hugsa sér sterkari
viðurkenningu á ævistarfi manns en
Gunnlaugur Leifsson gefur starfi Sæ-
mundar í þágu kristni og kirkju á Is-
landi í tilvitnuðum orðum. Og hafa ber
sérstaklega í huga að Jóns saga helga
var öðrum þræði rituð til að halda fram
hlut Hólabiskupsdæmis gagnvart Skál-
holti og í því ljósi öðlast ummælin enn
aukinn styrk. Þessi umsögn um Sæ-
mund kemur mjög vel heim við það
sem Ari fróði sagði um hann í Islend-
ingabók og höfundur Hungurvöku í
sínu riti. Frá þjóðsagnafræðilegu sjón-
armiði má því ætla að frásögn A-gerðar
um Jón Ögmundarson og Sæmund sé í
letur færð ekki alllöngu síðar og styður
það hinar almennu niðurstöður sem
fyrir liggja.
í B-gerð Jóns sögu helga er einnig
vikið að námi Sæmundar í útlöndum
og þar fylgir löng og ævintýraleg
frásögn af því hvernig Jón Ögmundar-
son fann Sæmund og hvernig þeim
síðan tókst heimferðin til Islands:
Þá er inn heilagi Jón byskup var í
-128-