Goðasteinn - 01.09.1999, Page 141
Goðasteinn 1999
Rangœingur til dauðadags, (lést 23.
apríl 1989) en dvaldi þó mest í Reykja-
vík síðustu æviárin. A síðari hluta œvi
sinnar liafði Helgi meiri tíma til að
sinna áhugamálum sínum og sat þá
löngum stundum við lestur, ættfræði-
rannsóknir og skriftir.
Sæmundur fróði var
frumhöfundur Njálu
Njálssaga er stærst og snjöllust ís-
lendingasagna og hún er líklega þeirra
allra elst og sannsögulegust, að öllum
líkindum frumrituð af Sæmundi fróða
Sigfússyni í Odda. Líklega hóf hann
ritun hennar, fyrir nauðsyn nemenda
sinna, þegar hann stofnaði Oddaskóla í
algjörlega bókalausu landi, allt að tvö
hundruð árum fyrr en lærðustu fræði-
menn nýliðins tíma héldu hana skráða
- en sjötíu til hundrað árum síðar en
stærstu atburðir sögunnar gerðust - og
þrjátíu til fjörutíu árum fyrr en Ari fróði
ritaði Islendingabók - sem góðu heilli
geymdist okkur með nafni hans og
orðalagi - líklega ekki verulega breytt
frá því sem hún fór úr hendi hans.
Vantaði lestrarbók
Hver getur hugsað sér Oddaskóla án
þess að lærisveinum væri - auk söngs
og latínu - kennt að lesa og rita ís-
lenskt mál? En til þess þurfti nauðsyn-
lega lestrar- og forskriftarbók. Og hver
fremur en Sæmundur sjálfur var líkleg-
ur til að skrifa þessa fyrstu íslensku
bók? í Frakklandsskóla hefur hann
eflaust lært að lesa og skrifa latneskt
mál. Og því er trúað, að hann hafi sam-
ið fræðirit á latínu - glötuð fyrir æva-
löngu - og enginn veit nú hvað á þau
var skráð.
Hitt sem hann ritaði á íslenska
tungu, handa sveinum Oddaskóla,
hefur geymst svo vel og lengi, að enn
eru varðveitt í handritasöfnum, fleiri
smá og stór endurrit af því en af
nokkru íslensku fornriti öðru. Það vitn-
ar um hve Njála var vinsæl og útbreidd
fyrr á öldum og vekur grun um að
skólasveinar hafi verið Iátnir skrifa
hver sitt handrit af sögunni eða sumum
þáttum hennar og hafa heim með sér að
námi loknu.
Þeir hafa að líkindum flestir verið
höfðingja- og stórbændasynir og sumir
verðandi héraðshöfðingjar - þeim var
því nauðsynlegt að vita hvernig átti að
sækja og verja sakamál á þingum og
jafna deilur. Þeirri þörf gegndi lög-
fræðikafli Njálu nokkurn veginn.
Þekkti vel til
Sæmundur valdi sér til ritunar sagn-
ir um atburði í sveit hans og héraði,
sem hann hafði ungur heyrt og fest í
trúu minni. Hann segir svo Ijóst frá
sumum þeirra, sérstaklega frá Berg-
þórshvoli, að því er líkt að hann hafi
þaulspurt fólk, sem var þar, sá og
heyrði sumt, er hann hefur skráð. Og
það hefur hann að líkindum getað -
fæddur hálfum fimmta tug ára síðar en
Njálsbrenna var. Aldurs vegna gat hann
verið samtíða Þórhöllu Asgrímsdóttur
-139-