Goðasteinn - 01.09.1999, Page 144
Goðasteinn 1999
maður sagði frá því - um eða eftir
1300 - í Landnámabók sinni. Þá er hún
líklega einsdæmi þess, að fornt handrit
geti frumhöfundar Islendinga sögu.
Loks segir hún það sem vænta mátti,
að Ari hafi - auk annarra bóka - skrif-
að að minnsta kosti eina íslendinga-
sögu!
Þetta sýnist vera þess vert, að því
væri haldið á lofti - og þætti frásagnar-
vert. En þar er komið við auma kviku
allra þeirra fræðimanna sem standa fast
á þeim hugarburði að elstu sögurnar
séu ritaðar um eða fáum árum fyrir
1200, en Njála og fleiri nokkrum árum
fyrir 1300. Um ritunartíma Gunnlaugs
sögu voru þeir ósammála. Finnur Jóns-
son hugði hana samda um 1200, Sig-
urður Nordal naumast fyrir 1240 og
Björn M. Ólsen undir 1300.
Það virðist sýna, að þeir - sem von
var - vissu ekki neitt um þetta. Þeir
höfðu engin rök í höndum, önnur en
yfirskrift Gunnlaugs sögu, sem Sig-
urður í hógværð sinni kallaði „fárán-
lega“. Ari fróði andaðist áttræður 1148.
Þótt Gunnlaugs saga sú sem geymd-
ist sé líklega nokkuð frábrugðin frum-
ritinu, minnir hún að einu leyti á Ara.
I Islendingabók bregður fyrir of-
auknum greini í endi nokkurra orða:
„konungurinn Haraldur“ - „konung-
inum Ólafi“ - „til vorsins“ - „við
kristninni tekið“ - „verja þeim vígi
þingvöllinn“.
Samskonar ofaukagreini má einnig
finna í Gunnlaugs sögu - „ofan frá
fjöllunum" - „heim af þinginu“ -
„bónorðið Hrafns“ - „drápunnar verð-
ur“ - „gekk fyrir konunginn“ - „faðm-
lagsins Helgu innar fögru“ o.fl.
Annað atriði bendir til, að sami
maður geti verið höfundur bókanna
beggja. „Snemmendis“ er fornt og fá-
gætt orð, sem naumast finnst í nýlegum
ritum né heyrist í mæltu máli. Ég varði
nokkrum vikum til að leita þess í Is-
lendingasögum. Ég fann það á samtals
13 stöðum í sex af rúml. sextíu sögum
og þáttum Fornritaútgáfunnar. Fyrst
veitti ég því athygli í íslendingabók.
Þar segir frá því, að Síðu-Hallur „lét
skírast snemhendis“. I þeirri bók finnst
eigi þörf fyrir það orð oftar en einu
sinni - enda finnst þar ekki orðið
snemma.
Næst fann ég snemmendis þrisvar í
Gunnlaugs sögu. Þar segir um Gunn-
laug f 4. kafla, að „hann var snimmend-
is bráðger, mikill og sterkur“ og „frarn-
gjarn snimmendis“. I 12. kafla segir, að
Sigurður Orkneyjajarl sneri „snimm-
endis sumars aftur“. í síðasta kafla
sögunnar finnst „snimma“ á einum
stað.
I Fóstbræðra sögu fann ég „snimm-
endis“ samtals fjórum sinnum, í 2., 12.
og 24. kafla - og jafnoft orðið „snim-
ma“ - þar segir, að Þorgeir og Þormóð-
ur uxu upp í Isafirði „og var snimm-
endis vingan með þeim“. „Snimmendis
sagði þeim hugur um, að þeir myndu
vopnbitnir verða“. Og tvennt gerðist
þar „snimmendis“ sitt hvort vor.
í Finnboga sögu fann ég einu sinni
„snimmendis“, en í Njálssögu tvisvar. I
32. kafla segir að Gunnar á Hlíðarenda
„bjó skip sitt snemmendis“ til Islands-
-142-