Goðasteinn - 01.09.1999, Page 145
Goðasteinn 1999
ferðar - í 75. kafla, segir enn um Gunn-
ar: „Annan dag eftir býr hann snemm-
endis ferð sína til skips“.
I Njálu sá ég á sex stöðum
„snemma“ - og jafnvíða „snimma“.
Loks fann ég í Laxdælu „snimm-
endis“ á tveim stöðum - fjórtán stöðum
„snimma“. I 8. kafla segir að Hrútur
„var snimmendis mikill og sterkur“.
Og 76. kafli hefst með þessum orðum:
„Skírdag snimmendis um morguninn
býsk Þorkell til ferðar“. Það varð feigð-
arför hans.
Sem fyrr segir fann ég 13 sinnum
„snemmendis“, í 6 af rúmt 60 Islend-
ingasögum. Ég leitaði orðsins í þeim
öllum, en leyfði af sumum löngum
sögum, ef ég fann nokkrum sinnum
„snemma“, en ekki „snemmendis“. Þar
gæti orðið þó leynst í nokkrum sögum.
Naumast munu þær þykja líkar Lax-
dæla og Gunnlaugs saga, þótt þær allra
sagna endi með þessuni orðuin: „Og
lýkur þar nú sögunni“. En þær hafa
annað séreinkenni saman með Fóst-
bræðrasögu. Níu af þrettán „snemm-
endis“, sem ég veit um í fornum sögn-
um, finnast í þessum þremur, hið tí-
unda í Islendingabók. Auk þess segja
þær allar þrjár frá frændum Ara fróða.
Laxdæla er samfelld ættarsaga föðuráa
hans og niðja þeirra. Hann hefur vafa-
lítið verið frumhöfundur hennar. Val-
gerður amma Ara fróða og Gunnlaugur
ormstunga voru syskinabörn. En þeir
Þorgeir Hávarsson og Þorgils á Reyk-
hólum, langafi Ara, voru systrasynir.
Ari var líklegri öllum til að frumskrá
Fóstbræðra sögu - og lýsa þar langafa
sínum.
Með hliðsjón til Islendingabókar,
má ætla að sögur Ara fróða hafi að
líkindum flestar verið orðspör skráning
sagna um fólk og atvik, sem hann vildi
forða frá algjörri gleymsku. En á það
má giska - og þykja líklegt - að yngri
sagnamenn hafi síðar endurskráð sögur
hans, fært í stíl og teygt úr.
Landnámabók
Ari fróði fór sjö vetra gamall að
Haukadal í Biskupstungum til Halls
spaka Þórarinssonar - ef til vill afa
hans. Hann fór þaðan fjórtán vetrum
síðar. Hann lifði hart nær hálfa öld eftir
það - en það finnst hvergi orð um hvar
hann eyddi þessum árum. Hitt er ljóst
að hann fór víða og hitti margan mann,
safnaði fróðleik víða um land og færði
hann í letur. Að beiðni tveggja sam-
tímabiskupa samdi hann elstu Islands-
sögu - um 1130 eða fáum árum fyrr -
og sýndi hana fyrstum manna Sæmundi
fróða í Odda - enda mat hann Sæmund
mikils og segir frá honum fjórum sinn-
um í íslendingabók.
Það er kunnugt að Ari fróði var
frumhöfundur Landnámabókar, seni
yngri menn umrituðu síðar - og jóku
nokkru vafasömu við. Frá hans hendi
hefur sú bók verið frábært rit - frásögn
um bústaði, ættir og niðja um 400 ís-
lenskra landnámsmanna. Það vekur
nokkra furðu, að fremsta skráði hann
þar um 40 landnema í Rangárþingi -
og þar af fjórtán í þáverandi Rangár-
-143-