Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 147
Goðasteinn 1999
hefur Þverá að líkindum brotist yfir
Hvolhreppsmýrina skammt fyrir norð-
an Skeið. Síðan rennur hún vestur með
Bakkabæjum eftir fornum farvegi
Eystri-Rangár, öfugt við það sem sú á
streymdi fram að því að vikurgosið
mikla stíflaði hana. Nú koma Þverá og
Eystri-Rangá saman vestan Móeiðar-
hvols og renna þaðan í Þverárfarvegi
vestur í Ytri-Rangá.
Njála samin á Rangárvöllum
Flest mælir með, en fátt í móti, að
Njála sé samin í Odda á Rangárvöllum
- En þótt margt mætti þar um segja,
skal hér aðeins imprað á fáu einu - A
það skal bent fyrst, sem fyrr er getið,
að hún er að öðrum þræði furðu víð-
feðm ættarsaga Sæmundar og senni-
lega Guðrúnar konu hans. Það getur
varla að öllu leyti verið tilviljun, þótt
Njála þegi um það að mestu leyti.
I Njálu eru nefndir hátt í hundrað
bæir í fjórtán sýslum. Þar af voru sex í
Dölum, átta eða níu í Arnesþingi, þrett-
án bæir í Múlasýslum, seytján bæir í
Skaftafellssýslum og þrjátíu og þrír í
Rangárþingi. Þeir bæir skiptast þannig
milli sveita: Atta undir Eyjafjöllum,
fimm í Landeyjum, fjórir í Fljótshlíð
og fjórtán á þáverandi Rangárvöllum.
Svo margir mundu þeir varla vera, ef
Njála hefði ekki verið samin þar í sveit.
Þá mun Hvolhreppur núverandi hafa
verið talinn á Rangárvöllum, enda
reistu þar bæi sína fjórir synir Ketils
hængs á Hofi.
Um þrettán af þessum fjórtán bæj-
um er ekki sagt í hvaða sveit þeir voru.
Heimsmynd víkingaaldar. Mynd úr
Njálusetrinu, Hvolsvelli.
I Odda var reyndar ekki þörf á því, þótt
fimm þeirra séu farnir í eyði, er al-
kunnugt hvar þeir stóðu, allir nema
einn. Heimamenn týndu honum fyrir
löngu. Það hefur verið Njálufræðingum
furðanlega erfið þraut að finna tóftir
Holts á Rangárvöllum. Þó má nærri
ganga að þeim vísum, eftir frásögn
Njálu.
Holt er á einum stað nefnt í Njálu,
en Holtsvað, sem eflaust var kennt við
bæinn, kemur þar tvisvar við sögu. I
bæði sinn svo, að augljóst virðist, að
það var á Eystri-Rangá, á þjóðleið sem
þá og lengi síðan lá beina leið framan
úr Fljótshlíð, fram hjá Knafahólum út
að Eyjarvaði á Þjórsá.
I Holti bjó Hróðný Höskuldsdóttir,
systir Ingjaldar á Keldum, og Hösk-
uldur sonur hennar, Njálsson, sem var
þó oftast með bræðrum sínum niðri á
Bergþórshvoli. Öðru hvoru reið hann
-145-