Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 149
Goðasteinn 1999
ur yfir Fiská eigi langt þar frá - þar
mun bær Starkaðar hafa staðið: Undir
Þríhyrningi. Það er fráleitt að Flosi hafi
beðið á þeim stað vina sinna, sem vita
mátti að riðu til Rangár, austan Þrí-
hyrnings. Þó er ennþá fráleitara, að
Kári vildi stefna þangað - þvert úr leið
- tjögur þúsund metra - liði úr Þjórsár-
dal og Hreppum sem ætlað var að ríða í
skyndi austur á fjall á eftir brennu-
mönnum. Eigi að síður virðast fræði-
menn hafa fallist á ágiskun Sigurðar.
Eyjaheyskapur Gunnars
Annað sem Njálufræðingar hafa
fiaskað á, nokkuð furðulega, var hey-
skapur Hlíðarendamanna niður í Eyjum
og sú leið sem Gunnar reið þangað og
þaðan. Öll sú frásögn er auðskilin
kunnugum Rangvellingum: Gunnar
fékk lánaða slægjuskák í grösugum
engjum frænda síns, bóndans í Odda,
og valdi sér þangað bestu og beinustu
leið. Sæmundi fróða sýndist ekki þörf
að lýsa því nánar. Líklega hafa þar
engjar þá heitið Eyjar. A seinni öldum
og til þessa dags hafa þær heitið Eyrar í
minni Oddapresta og næstu nágranna
þeirra. Aðrir hafa kallað þær Odda-
eyrar. Þær eru eða voru til skamms
tíma á löngum eyjum milli ála Þverár
upp frá mynni hennar við Ytri-Rangá.
Njálufræði Einars Ólafs og fleiri
Á seytjándu öld var enn við iýði
sögn ef ekki skrifuð heimild um að
Sæmundur fróði væri frumhöfundur
Njálu. Árni Magnússon handritasafnari
andmælti því fyrstur manna svo að
kunnugt sé. Síðan einn af öðrum. Þar
kom, að Einar Ólafur Sveinsson - allra
Njálufræðinga fremstur - lýsti því yfir
í Njáluformála að frumrit sögunnar
væri skrifað á árunum 1280-85. Þar
geti varla munað meiru en fám árum -
fyrr né síðar. Þetta hafði hann og fleiri
fræðimenn fundið við mikinn lestur og
samanburð fjölda fornra rita, auk þrjá-
tíu Njáluskinnhandrita, meira og minna
mismunandi að skrift og orðalagi.
Það er kunnugt og þykir augljóst, að
handritaskrifarar fyrri alda fylgdu for-
riti sjaldan nákvæmlega. Breyttu oft
orðaröð og stafsetningu - skiptu um og
bættu stundum nýjum klausum inn í
gamlar bækur. Yngdu ritin meira og
minna upp við hverja afskrift.
Einar var lærdóms- og eljumaður og
sökkti sér niður í Njálufræði mikinn
hluta langrar æfi sinnar. Var eflaust
fróðastur allra manna um það sem
fræðimenn ýmissa þjóða hafa skrifað
um Njálu og ritaði sjálfur nokkrar bæk-
ur um hana. Eigi mun hann hafa farið
með fleipur vísvitandi. En nokkuð
furðulegt sýnist vera sumt í þeim
Njálufræðum.
Njálufræðingar hafa hugsað sér
fjögur aldurskeið Njáluhandrita - hvert
ofan f öðru - og skipað þeim í svo-
kallaða ættliði samkvæmt því. Glatað
frumrit, sem þeir segja skrifað 1280-
85, kalla þeir fyrsta ættlið. Endurrit
þess, öll sögð glötuð, kalla þeir annan
ættlið. Eftirrit þeirra, einnig glötuð,
kalla þeir þriðja ættlið. Og elstu varð-
veitt skinnhandrit Njálu, talin skrifuð
um 1300, kalla þeir fjórða ættlið. Þar er
-147-