Goðasteinn - 01.09.1999, Page 152
Goðasteinn 1999
Freysteinn Sigurðsson og Elsa G. Vilmundardóttir, jarðfræðingar á
Orkustofnun :
Landmótun á sögusviði Njálu
Inngangur
Atburðir Brennu-Njálssögu eiga sér
stað víða um land: Vestur í Breiðafirði
og Borgarfirði, á Þingvöllum, í Rang-
árþingi og
austur allt
Skaftafells-
þing. Flestir
og mestir eru
þó atburðirnir
á fremur
þröngu svæði
í Rangár-
þingi, frá
Eyjafjöllum,
um Landeyjar
og Fljótshlíð
og íít á Rang-
árvöllu. Þetta
þrengra svið
hefur sín
náttúrulegu
leiktjöld, þar
sem er land-
slag á svæð-
inu og áferð
landsins. Bú-
seta, bæjar-
stæði og bú-
skaparhættir hafa hlutverk leikmun-
anna á sviðinu og ráða því, hvar
atburðirnir gerast. Sögulegt og menn-
ingarlegt samhengi skapar svo hinn
huglæga ramma um atburðina sjálfa og
rás þeirra. Flér verður reynt að skýra
drættina í Ieiktjöldunum, hinu náttúru-
lega sögusviði. Snjall náttúrufræðingur
hefur lýst þessu sögusviði á svo skáld-
legan hátt, að ekki verður betur gert og
uppi mun vera, meðan íslensk tunga er
töluð á landinu, en það er Jónas Hall-
grímsson í kvæðinu „Gunnarshólmi".
Lítum á lýsingar hans og tilvísun til
örnefna:
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullroðnum loga glœsti seint á degi,
við austur gnœfir sú hin mikla mynd,
hátt yfir sveit og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtæru lind.
En hinum megin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grœnu belti gyrð á dalamótum
með hjálminn skyggnda, hvítri líkan
mjöll,
horfa þau yfir heiðavötnin bláu,
semfalla niður fagran Rangárvöll.
Við norður rísa Heklutindar háu.
Svell er á gnípu, eldur geisar undir,
íógnardjúpi, hörðum vafinn dróma ...
-150-