Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 154
Goðasteinn 1999
í jöklinum. En niðurrofið hefst áður en
síðustu kvikugusunni er hrækt upp úr
hinum „rámu djúpum". Upphleðslan er
af völdum innrænna afla í iðrum jarðar,
en rofið er af völdum útrænna afla,
vatns og vinda, sem knúin eru af geisl-
um sólar. Vatnið getur verið bæði í
fljótandi eða föstu formi, sem rennandi
fallvötn eða seigfljótandi ís jöklanna.
Skriðjöklarnir skafa og hefla, slétta
og fága, en streymi jöklanna er að
miklu leyti í lárétta stefnu og þeir þekja
stór svæði í einu, í samræmi við seigju
sína og hæga hreyfingu. Hefilför þeirra
eru því oft nærri láréttu, eftir hlíðum og
heiðum. Rennandi vatn er allt kvikara,
það streymir fyrst og fremst lóðrétt
niður og í afmörkuðum rásum, grafandi
gil og gljúfur. Það er ekki fyrr en á
flatlendinu, sem fallvötnin fara að
flæmast um með farvegi sína og jafna
út ójöfnur landsins á söndum og aur-
um. Bæði jökulísinn og fallvötnin
leitast við að slétta leið sína og auð-
velda sér með því för sína. Að þessu
leyti líkjast þessi náttúruöfl mann-
skepnunni með vegi sína og ruðnings-
slóða. Jöklar og ís enda í sjó og þar
þrýtur örindi þeirra og máttur til að
flytja sand og aur. Ströndin færist út, ef
aðburðurinn er nógur, því að lengi
tekur sjórinn við.
En öldur Atlantshafsins láta ekki
kyrrt liggja, enda hafa þær atrennu sun-
nan úr Þanghafi, og kasta sandinum
með ströndinni í brimróti og sjá-
varstraumum. Við það sléttast hún út
og jafnast, því að sjórinn leitast líka við
að jafna leið sína. Útrænu öflin leitast
þannig við að má og móta sköpunar-
verk upphleðslunnar.
2. mynd
Strandlengjan frá Þjórsárósum í áttað
Eyjafjöllum. Efniviðurinn er sóttur til
eldstöðva Rangárþings, en öldur
Atlanshafsins móta hin mjúkuform
hennar. (Mynd: Oddur Sigurðsson
1992.)
Þannig hafa mótast þau himingnæfu
fjöll sem rísa eins og öndvegissúlur
yfir sögusviðinu á inörkum byggðar-
innar, Eyjafjallajökull (næstum 1.700
m y. s.), Tindfjallajökull (Tindafjöll,
næstum 1.500 m y. s.) og Hekla (um
1.500 m y.s.), en einnig breiðir fjalla-
bálkarnir að fjallabaki, Mýrdalsjökull
(1.400 - 1.500 m y. s.), Torfajökull
-152-