Goðasteinn - 01.09.1999, Page 157
Goðasteinn 1999
Talið er, að gosið hafi nærri tveimur
tugum sinna bæði á Hekluslóðum og í
Kötlu, síðan sögur hófust. Sem betur
fer hefur vindur yfirleitt verið af hafi í
þeim gosum, svo að öskuna hefur borið
inn yfir landið. Landspjöll urðu þó í
Heklugosinu 1510, sem sendi ösku-
mökkinn niður yfir Rangárvelli og
Landsveit, en verulegur skaði hefði lík-
lega orðið í Fljótshlíð frá Heklugosinu
1947, ef ekki hefði verið komið fram á
tíma nútíma tækni og skipulags. Þá
fyllti í Langvíuhraun svo að vegfært
varð um það. Heljargosin í Vatna-
öldum, um landnám, og í Veiðivötnum,
laust fyrir 1500, lögðu líka til drjúgan
skerf af ösku og öðrum lausum
gosefnum. öskuföll þessi á afréttum
hafa kæft gróður um sinn, rétt eins og
Heklugosið 1970 í Sölvahrauni. Þannig
hefur hálendisgróðurinn sætt nátt-
úrulegum áföllum alla tíð, þó mismikil
væru. Framlag okkar var lengst af í því
fólgið að beita soltnu búfé á gróðurinn,
jafnharðan og hann kom upp úr ösk-
unni. Þá átti hann sér ekki alltaf við-
reisnar von og í kjölfar þess blés jarð-
vegurinn upp og uppblásturinn náði sér
í vígtólin til að herja á byggðirnar í
þurrastormum á landnorðan. Nú hafa
öskusvæðin verið friðuð eftir áföllin og
leynir sér ekki, hvað gróður tekur við
sér aftur.
Veðursæld er að sumarlagi óvíða
meiri á landinu en í uppsveitum Rang-
árþings. Gróska var því mikil þar í
skógum og öðrum gróðri, sem þakti
landið að öllum líkindum á landnáms-
öld. Fok innan af öskusvæðum afrétt-
4. mynd
Skilin milli auðnar og gróins lands eru
skörp á jöðrunum. Uppblástursgeirarn-
ir ganga eins ogfleygar inn í gróð-
urlendið við Hraunteig og Galtalœk efst
á Rangárvöllum og í Landsveit.
(Mynd: Oddur Sigurðsson 1986.)
anna hafði líka stuðlað að því að
mynda sæmilega þykkan, fínefnaríkan
og vatnsheldinn jarðveg á hraununum
efst í byggðunum, sem lagði grunn að
gróskunni. Því var gott til bús hjá Agli
í Sandgili og Starkaði undir Þrífiymingi
og kirkja eða hálfkirkja á hverju höfuð-
bóli í bæjaröðinni í Landssveit, Leiru-
bakka, Klofa, Skarði og Fellsmúla.
Þessu hefur uppblásturinn innan af
-155-