Goðasteinn - 01.09.1999, Page 169
Goðasteinn 1999
tíma. Þegar Njálssaga gerist um árið
1000 er Markarfljót ekki til í núverandi
mynd, heldur kvíslast það niður um
Austur-Landeyjar í 3 aðalfarvegum,
sem eru Hallgeirseyjarfljót austan Hall-
geirseyjar, Krossfljót austan Kross og
Hildiseyjar, og austast er Fljótsvegur
austan Ljótarstaða og Lágafells. Þetta
er staðfest með jarðfræðirannsóknum
þeim sem Hreinn Haraldsson gerði að
doktorsverkefni sínu. Þetta rennir einn-
ig stoðum undir trúverðugleika Land-
námu um upphaf byggðar í Landeyj-
um, þar sem landnámsjarðirnar 3 eru á
þessurn elstu hólmum, en samkvæmt
rannsóknum Hreins fer Markarfljót af
þessu svæði og í einn farveg á tímabil-
inu milli 1000 og 1200. Mun sá farveg-
ur hafa verið eitthvað nærri núverandi
farvegi.
Því má fullvíst telja að þannig hafi
vötnin legið á ritunartíma Njálu og
sýnist mér staðfræði Njálu benda til
þess. Þess vegna verður á misvísun
eins og þegar Skarphéðinn stökk milli
höfuðísa er hann hjó Þráinn Sigfússon,
þá en; greinilega miðað við að Fljótið sé
á svipuðum stað og nú er. Af þessu
sýnist mér auðsætt að ritunartími og
atburðir fara ekki saman.
Að öllu þessu athuguðu finnst mér
líklegast að leiðin milli þeirra Gunnars
og Njáls hafi legið fram Bleiksárbakka,
en Bleiksá kemur úr samnefndu gili
milli Barkarstaða og Eyvindarmúla og
rann fram austan Eyjahverfis, þar sem
hún heldur sínu nafni, þó segja megi að
það sé það eina sem þar er eftir, svo í
farveg Affalls sunnan Kanastaða, en
snemma á 19. öld grófu Berjanesmenn
skurð úr Bleiksá austur í Affall til að
losna við vatn af engjum.
Bleiksárfarvegurinn er auðrakinn
áfram niður undir Bergþórshvol þar
sem þessir farvegir sameinast. A vest-
urbakka Bleiksár skammt vestan Af-
falls rétt sunnan við núverandi landa-
merki Bergþórshvols og Fíflholts-
hverfis eru línakrar Njáls bónda og
hafa því verið í alfaraleið. Því tel ég
augljóst að á Njálutíð hafi Bleiksá
runnið til sjávar í þessum farvegi sem
Affallið síðar yfirtók, þegar það varð til
um 1300.
Það sem nú hefur verið sagt segir
mikið til um þann fróðleik sem falinn
er í örnefnageymd og enginn skyldi
vanmeta.
Vorsabær
í túni nýbýlisins Leifstaða eru tvær
sporöskjulaga tóftir sem eru friðlýstar
fornminjar og ganga undir nafninu
Fornufjós. Sagan segir að þetta séu
nautafjós frá Gunnari á Hlíðarenda.
Gamli Vorsabær, bær Höskuldar er
stakur hóll á sandleirunni í norðvestur
frá Voðmúlastöðum. Þar blés land
mjög mikið í kring og bærinn var færð-
ur í norðaustur þar sein hann er í dag.
Þar á milli er landsvæði sem heita Hall-
varðarskógar. Engum sem virðir þenn-
an hól fyrir sér dylst að þarna hefur
verið stórbýli á fyrri tíð, þó sandur hafi
eytt flestum mannaverkum. Þar hafa
einnig fundist merkilegar minjar um
járnvinnslu.
-167-