Goðasteinn - 01.09.1999, Page 170
Goðasteinn 1999
Níels Níelsson, danskur maður,
athugaði minjar um vinnslu járns úr
mýrarrauða hér á landi sumarið 1923-
24, meðal annars í gamla Vorsabæ.
Hann kannaði þessar minjar og taldi að
þarna væru augljós dæmi um mis-
heppnaða járnvinnslu, en um síðustu
aldamót fannst þar brot úr leirpotti sem
notaður var við járnvinnsluna. Þá er í
suðvestur frá ganila Vorsabæ örnefnið
Höskuldargerði. Þetta virðist vera gam-
alt örnefni því að í landamerkjadómi
frá 1606 er vísað í sjálft Höskuldar-
gerði sem bendir til alþekkts örnefnis.
Síðar var búið þarna frá 1650-1680
skv. Jarðabók Arna Magnússonar og
Páls Vídalíns. Hvort þetta er akurstæði
það sem Höskuldur féll í skv. Njáls-
sögu skal ósagt látið, en fjarlægðar
vegna gæti það verið, því styttra virðist
þangað frá Vorsabæ en í línakrana hjá
Njáli,
Hvítanesþing
Þá komum við að spurningunni hvar
var Hvítanesþing sem goðorð Hösk-
uldar var viðkennt, munnmæli herma
að það sé í landi Eyjahverfis beint í
austur frá núverandi býli sem ber þetta
nafn. Rústir þessar eru ca. 7-800 metra
norðan þjóðvegar 1. Það sem mælir
með þessum stað er að hann er í nesi
sem myndast hefur, þar sem Eyjalljót
greinist í tvær kvíslar. Sunnan þessa
tanga var alfaraleið sem djúpar götur
sanna og þarna var vað á Eyjafljóti sem
heitir Grænshólavað. Þessar minjar eru
friðlýstar á fornminjaskrá. Þetta er einn
þeirra staða sem þyrfti að merkja svo
hann yrði aðgengilegri fyrir þá sem
hafa áhuga á fornum sögum, örnefnum
og öðrum fróðleik.
Læt ég þá þessum hugleiðingum
lokið.
Úr handraðamm SÍ5?
Gátur 3. 5.
Fagurt hús með fuglsins nafn Þar óð maður þykkva braut
1. og fínar stoðir. þandi kálfa báða.
Tíu toga fjóra, Aldrei kviknar í því mús Vatnaskratti og þjófaþraut.
tvö eru höfuðin á, þótt ýtar skoði. Þú skalt nafnið ráða.
rassinn upp og rassinn niður og rófan aftan á. 4. 6.
Við athöfn kennda er ég borin Það var fyrir fiski að þessi
2. á mér stendur bænin þörf. garður var ull.
Hver er sá sem gengur á Lagaður, brenndur, skafinn,
höfðinu um allt ísland? skorinn,
skatna bæti ég endurþörf. (Lausnir: Bls. 243.)
-168-