Goðasteinn - 01.09.1999, Page 176
Goðasteinn 1999
Guðmundur Sæmundsson Skógum:
Nokkrar greinar um Njáluslóðir
Gagnlegt getur verið að draga inn í
umræður og vangaveltur manna um
Njáluslóðir ýmsar greinar sem fjöl-
fróðir menn hafa skrifað um langan
aldur um staðfræði sögunnar, gömul
bæjastæði, atburðastaði og fleira sem
snertir hana. Magnús félagi minn
Finnbogason á Lágafelli færði mér
fyrir skömmu nokkrar slíkar greinar,
sem hann kvaðst jafnframt ætla að
afhenda Njálusetrinu á Hvolsvelli,
þannig að áhugamenn gætu kynnt sér
þær. í þessari grein ætla ég að gera
grein fyrir þessum ritsmíðum í örstuttu
máli.
1. Brynjólfur Jónsson, 1900:
Rannsókn í Rangárþingi sumarið
1899.
í þessari grein leggur Brynjólfur
fram niðurstöður úr rannsóknarferð á
Njáluslóðir. Hann fjallar m.a um
staðinn Hvítanes, þ.e. þingstað Hösk-
uldar Hvítanesgoða. Þar greinir hann
frá því að það sé álit sumra að Hvítanes
hafi verið þar sem nú er Lambey, en
aðrir bendi á staðinn þar sem Fíflholt er
nú. Enn aðrir bendi á Ossabæjarvöll
(Vorsabæjarvöll) í landi Ossabæjar, þar
sem Höskuldur bjó. Hallast Brynjólfur
að því að þingstaðurinn hafi verið á
þeim slóðum.
Höskuldsgerði, þar sem Höskuldur
féll á akii sínum, telur Brynjólfur ekki
að hafi verið þar sem Höskuldsgerði er
nú, heldur nær bænum þar sem hann
var, nú komið undir sand.
Þá fjallar hann örlítið um Línakra,
austast í Bergþórshvolslandi og fleiri
athugunarefni.
2. Brynjólfur Jónsson, 1902:
Rannsókn í Rangárþingi sumarið
1901.
Hér er um nokkru viðameiri grein
að ræða, og fylgir henni uppdráttur,
sem ástæða er til að birta hér. Fjallar
hann þar um allmarga staði. Fyrst fjall-
ar hann ítarlega um staðhætti undir
Þríhyrningi og bæinn sem það heiti bar
í- Njálu. Telur hann ekki ólíklegt að
bærinn Undir Þríhyrningi hafi staðið
þar sem eyðibýlið Hrappstaðir var.
Aðrir hafi þó talið að hann hafi verið
þar sem heitir Vatnsdalur nú. Einnig
fjallar hann um getgátur manna um
hvar Holtsvað hafi verið.
I 2. hluta ritgerðar sinnar fjallar
Brynjólfur um „nesið“ þar sem Gunnar
barðist við Rangá og telur það hafa
-174-