Goðasteinn - 01.09.1999, Page 180
Goðasteinn 1999
hvoli, fyrst rannsókn Sigurðar Vigfús-
sonar árin 1883 og 1885 og síðan þá
sem Matthías Þórðarson þáverandi
þjóðminjavörður gerði með uppgrefti á
Bergþórshvoli árið 1927. Framhalds-
rannsókn var gerð á þessum efnivið
árið 1951 af Kristjáni og starfsfólki
Þjóðminjasafns. Ekki tókst að sanna
Njálsbrennu, en víst þykir að sofnhús
og fjós hafi þar brunnið á svipuðum
tíma.
5. Sturla Friðriksson, 1960:
Jurtaleifar frá Bergþórshvoli á
Söguöld
í grein þessari fjallar Sturla
Friðriksson um rannsóknir sínar á
brunaleifum sem Matthías Þórðarson
þáverandi þjóðminjavörður fann við
uppgröft á Bergþórshvoli árið 1927.
Jurtirnar sem Sturla taldi sig finna í
þessum leifum voru birki, bygg, netla,
haugarfi og skurfa. Mestur fengur
þykir honum í bygginu, sem hann telur
sanna að Njáll hafi verið með stóra
byggakra í ræktun.
6. Sturla Friðriksson, 1960: Gróður
af akri Njáls bónda á
Bergþórshvoli
Þessi grein, sem er frá sama ári,
fjallar að mestu um það sama og
greinin sem nefnd er hér að framan, en
setur það í nánara samhengi við texta
sögunnar. Einnig getur hann þess að
aldursgreining á brunaleifunum hafi
sýnt að þær væru frá um 1040, með 60
ára fráviksmörkum í báðar áttir. Njáls-
brenna er hins vegar talin hafi verið
árið 1011, svo að vel getur það passað
að þær séu úr hinni frægu brennu.
Sturla nefnir einnig Línakrana sem svo
eru nefndir og eru nyrst og austast í
landi Bergþórshvols og færir rök fyrir
því að þeir séu frá landnámsöld, og
hafi verið í notkun á tímum Njáls.
7. Sturla Friðriksson, 1982:
Línakrar á Bergþórshvoli
Grein Sturlu birtist í bókinni „Eldur
er í norðri“, afmælisriti til heiðurs Sig-
urði Þórarinssyni. Henni fylgja vand-
aðar skýringarmyndir sem hér birtast. I
greininni gerir Sturla úttekt á línökr-
unum, görðunum umhverfis þá, jarð-
vegsathugunum og fleiru og telur afar
sennilegt að þeir hafi verið notaðir til
umfangsmikillar línræktunar undir
stjórn Njáls bónda á Bergþórshvoli.
HEIMILDIR:
Brynjólfur Jónsson 1900. Rannsókn
í Rangárþingi sumarið 1899. 1.-8.
Arbók Fornleifafélagsins, Reykjavík.
Brynjólfur Jónsson 1902. Rannsókn
í Rangárþingi sumarið 1901. 1.-25.
Arbók Fornleifafélagsins, Reykjavík.
Kristján Eldjárn 1948. Bardagi við
Rangái. Gengið á reka - tólf fornleifa-
þœttir. Reykjavík.
Kristján Eldjárn 1959. Brunarústir
á Bergþórshvoli. Stakir steinar - tólf
-178-