Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 200
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
til þurrkunar. Biinaðurinn var keyptur í
Noregi en hér er um að ræða sjáifvirkt
þurrksíló sem sér sjálft um að dæla korn-
inu upp í sílóið og hræra í því. Síðan er
blásið stöðugt með heitu lofti frá jarðhita.
Þegar kornið er orðið um 17% þurrt er því
dælt í lagersíló eða í stórsekki til geymslu
og næsti skammtur settur í en það tekur 9
tonn í einu. Sílóið hentar mjög vel til
þurrkunar á sáðkorni en það hefur verið
vaxandi þáttur í kornræktinni á Þor-
valdseyri.
Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins
hefur verið með tilraunir í kornkynbótum á
íslenskum yrkjum á Þorvaldseyri í allmörg
ár. Nú eru komin fram yrki sem henta
betur íslenskum aðstæðum og hefur þeim
verið fjölgað, en nú eru til 24 tonn af ís-
lensku ræktuðu útsæði. Aldrei fyrr hefur
svo mikið sáðkorn verið ræktað á Islandi.
Þetta afbrigði er nefnt x96-13 en það er
Jónatan Hermannsson hjá RALA sem
hefur haft veg og vanda af því. Þá er í
framræktun hjá Svalöf í Svíþjóð enn eitt
nýtt yrki, nefnt x 123-1, sem miklar vonir
eru bundnar við. Um 130 kg voru send til
fjölgunar í fyrra sumar og nú í vor koma
þaðan 2,5 tonn til prófunar hjá nokkrum
íslenskum bændum, en 40-60 tonn ættu að
fást af því í haust. Kornrækt á íslandi
stendur því á tímamótum í byrjun nýrrar
aldar þar sem íslenskar korntegundir eru
komnar fram eftir áratuga kynbótastarf
RALA og bænda.
Þá eru í gangi tilraunir á línrækt (eða
hör), en landbúnaðarráðherra skipaði nefnd
fyrir þremur árum til að gera athugun á
möguleikum hér á landi. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins hefur séð um til-
raunirnar í samráði við bændur. Iðn-
tæknistofnun hefur unnið að rannsóknum
við feyingu og metið gæði uppskerunnar
til frekari vinnslu á líninu.
Eftir lauslega könnun og reynslu af
ræktun hér á landi bendir allt til þess að
línrækt geti verið arðbær atvinnugrein hjá
bændum í þeim sveitum sem best henta til
þessarar ræktunar. Hör sem ræktaður er á
vindasömum svæðum, s.s undir Eyja-
fjöllum og í Mýrdal, reynist hafa sterkari
þræði sem leiðir til meiri gæða. Þau
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir og
Smári Olason, búsett í Reykjavík, hafa
mikla reynslu af línrækt hérlendis, en þau
hafa um nokkurra ára skeið stundað lín-
rækt á Helgubakka í A.-Eyjafjallahreppi.
Þau hafa sýnt ræktunni mikinn áhuga og
sýnt fram á að rækta megi lín hér með
góðum árangri. Þá hafa þau feyjað línið og
unnið úr því hörþráð sem Ingibjörg hefur
unnið margvíslega muni úr. Þau hafa aflað
sér þekkingar erlendis á hörrækt og
vinnslu. Þetta framtak þeirra er mjög mik-
ilvægt því ef línrækt á að þróast áfram þarf
að styðja frumkvöðlana til áframhaldandi
þekkingaröflunar og breiða hana út með
jákvæðu hugarfari og stuðningi opinberra
aðila.
Gera þarf frekari rannsóknir á línrækt
hér á landi, en til að það geti orðið þarf
fjármagn. Línrækt er vaxandi iðnaður
erlendis, t.d í Póllandi, en þar hefur lín
verið ræktað í margar aldir. Lín hefur verið
mest notað til vefnaðar, en nú er það í vax-
andi mæli notað í iðnaði., s.s. í byggingar-
iðnaði, bílaiðnaði og flugvélasmíði, þar
sem trefjaplast er að víkja fyrir náttúru-
legum og endurvinnanlegum efnum. Vegna
þessara breyttu viðhorfa er nú vaxandi
eftirspurn eftir þessari vöru í heiminum.
Þar sem vinnsla á líni eftir ræktun þarfnast
jarðhita og rafmagns sem ísland er auðugt
af, er mjög heppilegt að stunda þessa fram-
leiðslu hér, og m.a. þess vegna ætti landið
að geta orðið samkeppnishæft á erlendum
mörkuðum.
Heildarvelta línræktunar og -fram-
leiðslu í heiminum er talin nema um 700
milljörðum króna og stefnir upp á við.
Næsta skref í þessari þróun er að útvega
-198-