Goðasteinn - 01.09.1999, Page 207
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
fyrir 6 nýjum sumarhúsum. í Landmanna-
laugum var Ferðafélagi Islands gefið leyfi
til að byggja hreinlætisaðstöðu og fordyri á
skála.
Af framkvæmdum á vegum sveitar-
félagsins mætti nefna að gerðar voru gagn-
gerar endurbætur á gangnamannahúsi við
Landmannahelli. Hreppurinn aðstoðaði við
endurbætur á fráveitum á allmörgum
bæjum, en gerð hafði verið heildarúttekt í
sveitinni þar um og eru þau mál nú í góðu
lagi. í skólahúsið á Laugalandi var m.a.
sett lyfta á milli hæða og unnið var að
innréttingum og utanhússfrágangi við
Leikskólann. Sett voru upp vegaskilti við
öll helstu vegamót sveitarinnar þar sem
vegir eru sýndir og býli merkt inn á.
Landgræðsla
Á s.l. vori var gerður þríhliða samn-
ingur milli hreppsins, Galtalækjarbænda
Hvolhreppur
íbúar
I Hvolhreppi 1. desember 1998 voru
776 íbúar og hafði fjölgað um 5 íbúa á
milli ára. Konur voru 378 og karlar 398.
Aldursskipting var eftirfarandi: 0-6 ára
voru 66, 7-14 ára 107, 15 ára 10, 16-18 ára
43, 19-66 ára 454 og 67 ára og eldri 96.
Býli í dreifbýli eru 30. I dreifbýli búa 110
en á Hvolsvelli búa 666.
Ný sveitarstjórn
1 kosningunum 23. maí voru tveir listar
í kjöri sem merktir voru með bókstöfunum
F og H. Eftirtaldir sitja í sveitarstjórn:
Guðmundur Svavarsson (H), oddviti,
Pálína Björk Jónsdóttir (H), varaoddviti,
Oddur Árnason (H), Árný Hrund Svavars-
dóttir (F) og Guðrún Ósk Birgisdóttir (F).
og Landgræðslunnar um uppgræðslu á
stóru landsvæði norðan Galtalækjar milli
Rangár og Þjórsár. Þetta landsvæði var
nefnt Landskógar fyrr á tímum. Hefur upp-
græðsluverkefnið því verið nefnl Land-
skógaverkefnið. Fjárframlag hefur fengist
úr svokölluðum C20 sjóði sem ríkið út-
hlutar úr og skal varið til skógræktar og
landgræðslu. Á s.l. sumri var að mestu
lokið við að girða svæðið af og sáð var
melfræi í um 150 ha. Lúpínu var sáð í 40
ha auk þess sem plantað var út 10.000
lúpínuplöntum í um 10 ha. Á þessu ári er
áformað að sá melfræi og lúpínu í u.þ.b.
200 ha, planta 50.000 lúpínuplöntum og
10.000 birki- og víðiplöntum. Stefnt er að
því að uppgræðslu á svæðinu öllu verði
lokið eigi síðaren árið 2015.
Valmundur Gislason oddviti.
- Hvolsvöllur
Atvinnumál
Uppbygging á starfsemi Sláturfélags
Suðurlands í Rangárþingi
í ljósi þess að Sláturfélag Suðurlands,
stærsti atvinnurekandi í sýslunni, hefur
verið að endurbæta aðstöðu sína hér á
staðnum er við hæfi að gera nokkra grein
fyrir tilurð og starfsemi félagsins hér.
Atvinnustarfsemi Sláturfélags Suður-
lands í Rangárvallasýslu má rekja til seinni
hluta millistríðsáranna en þá urðu raddir
háværar um að nauðsynlegt væri að hefja
slátrun í sýslunni á vegum félagsins. Það
var svo 1938 að slátrun hófst í Djúpadal og
þremur árum síðar eða 1941 á Hellu.
Upphaf starfseminnar á Hvolsvelli má
rekja til ársins 1963 en þá byggðu
Sláturfélagið og Kaupfélag Rangæinga
-205-