Goðasteinn - 01.09.1999, Page 210
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
Gilsbakka. Við þær framkvæmdir eru til
nægar byggingalóðir fyrir ýmsar gerðir
húsa. I samvinnu við Vegagerð ríkisins var
lagt bundið slitlag á Nýbýlaveg frá Krók-
túni að Akri.
Endurnýjað var slitlag á verulegum
hluta gangstíga. í stað klæðningar voru
gangstígarnir malbikaðir. Bílastæðin við
íþróttamiðstöðina, héraðsbókasafnið og
anddyri skólans voru bundin slitlagi. Eftir
er að ganga frá kantsteinum, hellulögn og
gróðri. Umhverfi þessara mannvirkja
verður fullfrágengið vorið 1999.
Bygging íbúðar- og sumarhúsa
Einstaklingar hófu byggingu þriggja
íbúðarhúsa á árinu, sem öll voru fokheld
fyrir áramót. Auk þess voru byggð nokkur
sumarhús í hreppnum.
Endurbætur á Vatnsveitu
Lokið var við lagningu nýrrar vatns-
lagnar norðan við þorpið að íþrótta-
miðstöð. Settir voru upp nokkrir nýir
brunahanar, sem bæta verulega bruna-
varnir í þorpinu. Unnið var við endurnýjun
og endurbætur vatnslagna í dreifbýli.
Hvolsskúli 90 ára
Hvolsskóli varð 90 ára á árinu. Nánar
tiltekið var Hvolsskóli settur í fyrsta sinn
10. október 1908 kl. 12 á hádegi. Þessara
tímamóta minntust kennarar og skólanefnd
Hvolsskóla með því að snæða saman
þjóðlegan rétt, kjötsúpu og kjöt af ný-
slátruðu í gamla Hvolskóla, nú Ásgarði
laugardaginn 10. október sl. kl. 12.
Hvolsskóli var fyrst til húsa í þinghúsi
hreppsins og var kallaður Svartiskóli, eða
allt til ársins 1927, en þá var tekin í notkun
nýr skóli sem þótti glæsilegt hús á þeim
tíma. Skólastjórabústaður var síðan byggð-
ur við skólann árið 1936 og var kallaður
Kornhús eftir hjáleigunni Kornhúsum sem
þar stóð áður fyrr. Skólahúsið var svo end-
urbyggt og stækkað árið 1950. í þessu húsi
var Hvolsskóli svo til húsa allt til ársins
1981 þegar núverandi skólahús var tekið í
notkun.
Haldið var upp á afmæli skólans með
leiksýningum og ýmsum hætti. Hápunktur
afmælisins var virðuleg afmælishátíð í
íþróttamiðstöðinni sem fjöldi gesta sótti,
m.a. gamlir nemendur og sögðu fulltrúar
þeirra frá skólahaldi í Hvolsskóla fyrr á
öldinni.
Umhverfísverðlaun 1998
Árið 1998 fengu eftirtaldir umhverfis-
verðlaun í Hvolhreppi: Þuríður Kristjáns-
dóttir og Guðjón Einarsson fyrir garð sinn
að Hlíðarvegi 13. Þau hlutu áður umhverf-
isverðlaun Hvolhrepps árið 1984. Fjóla
Guðlaugsdóttir og Ottó Eyfjörð hlutu verð-
laun fyrir garð sinn að Vallarbraut 10.
Iþróttamiðstöðin
Mikil starfsemi hefur verið í íþrótta-
miðstöðinni á árinu og nánast allir tímar
yfir veturinn fullbókaðir. Unnið hefur ver-
ið að því bæta tækjakost íþróttamiðstöðv-
arinnar. Settir hafa verið upp áhorfenda-
bekkir og kominn er fullkominn stangar-
stökksbúnaður í húsið. Stangarstökks-
búnaðurinn var formlega vígður af
fræknum íþróttamönnum, þeim Jóni Arnari
Magnússyni, Völu Flosadóttur og Þóreyju
Eddu Elísdóttur. I tengslum við vigsluna
var haldið minningarmót um Olaf heitinn
Bjarnason, en hann var mikill áhugamaður
unr íþróttahúsið og framgang íþrótta í sýsl-
unni.
Að lokum
Eins og undanfarin ár var mikið um
menningarviðburði á árinu, svo sem tón-
leika, leiksýningar, íþróttamót o.fl.
Atvinnuástandið hefur verið gott og sam-
staða íbúanna um flesta hluti.
Agúst Ingi Olafsson sveitarstjóri
-208-