Goðasteinn - 01.09.1999, Page 218
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
Rangárvallaprófastsdæmi
Prestaköll og sóknir
Frá og með 1. janúar 1999 eru fjögur
prestaköll í Rangárvallaprófastsdæmi, en
þau eru:
1. Breiðabólsstaðarprestakall, með
Hlíðarendasókn, Breiðabólsstaðarsókn og
Stórólfshvolssókn. Sóknarprestur er sr.
Önundur Björnsson á Breiðabólsstað.
2. Fellsmúlaprestakall, með Skarðs-
sókn, Hagasókn, Marteinstungusókn,
Árbæjarsókn og Kálfsholtssókn. Sóknar-
prestur er sr. Halldóra .1. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla..
3. Holtsprestakall, með Eyvindarhóla-
sókn, Ásólfsskálasókn, Stóra-Dalssókn,
Akureyjarsókn, og Krosssókn. Sóknar-
prestur er sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
4. Oddaprestakall, með Oddasókn,
Keldnasókn og Hábæjarsókn. Sóknar-
prestur er sr. Sigurður Jónsson í Odda.
Hvítasunnusöfnuður er starfandi í
Rangárþingi, við Hvítasunnukirkjuna í
Kirkjulækjarkoti. Forstöðumaður safn-
aðarins er Hinrik Þorsteinsson.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir tók á árimi
1998 við prófastsembœtti afsr. Sváfni
Sveinbjarnarsyni. Þessi mynd var tekin er
biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson
hafði sett hana í embætti. Ljósmynd: Jón
Þórðarson.
Rangárvallaprófastsdæmi
Þegar litið er yfir starf sókna og safn-
aða í prófastsdæminu, má segja að þar hafi
allt verið unnið í hrynjanda þess hljóðláta
blessunarríka starfs þar sem sígandi lukka
er blessunarríkust. Og þegar litið er til
baka yfir árið 1998, sést að ýmislegt hefur
verið gert og starfað að málum Guðs og
kristnihalds.
Efst er mörgum í huga að sr. Sváfnir
Sveinbjarnarson lét af störfum I. sept. sl.
eftir áratuga langa þjónustu við Fljóts-
hlíðinga og Hvolsvellinga nú síðustu árin,
en hann tók við af föður sínum, sr.
Sveinbirni Högnasyni árið 1963. Honum
eru þökkuð störfin ómældu og vel unnu,
ekki aðeins sem sóknarprests heldur og
-216-