Goðasteinn - 01.09.1999, Page 219
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
sem prófasts okkar Rangæinga. Allt hans
starf hér í prófastsdæminu hefur verið
unnið Guði til dýrðar og í þjónustunni við
hann og samferðamenn. Sr. Sváfnis er
saknað úr þjónustunni nú þegar hann dreg-
ur sig í hlé af starfsvettvangi.
En maður kemur í manns stað. Og
boðinn er velkominn til starfa sr. Önundur
Björnsson og hans fjölskylda, sem nú
hefur tekið við sóknarprestsembætti á
Breiðabólsstað frá 1. september 1998 að
telja og óskað velfarnaðar og guðsbless-
unar í starfi.
Á síðasta kirkjuþingi urðu að lögum
veigamiklar breytingar á skipan prestakalla
hér í Rangárvallaprófastsdæmi en á því
þingi voru lögð niður Bergþórshvols- og
Kirkjuhvolsprestaköll. Var Bergþórshvols-
prestakall sameinað Holtsprestakalli en
Hábæjarsókn sameinuð Oddaprestakalli og
Kálfholts- og Árbæjarsókn sameinuð
Fellsmúlaprestakalli. Sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir kveður okkur Rangæinga eftir
farsæla prestsþjónustu í Kirkjuhvols-
prestakalli um árabil og hverfur til annarra
starfa á vegum þjóðkirkjunnar. Sr. Auði
Eir eru þökkuð störf hennar hér heima í
héraði og viðkynningu alla, og óskað vel-
farnaðar og blessunar í nýju starfi.
Hið innra starf í prófastsdæminu var
allt með hefðbundnu sniði. Sóknarbörn
gengu í Guðshús þegar hringt var til
guðsþjónustu í kirkjum þeirra, börnin
borin til skírnar, unglingarnir fræddir og
fermdir, hjónaleysi vígð og burtkallaðir
samferðamenn kvaddir. Organistar og
kirkjukórar, sóknarnefndarfólk og safn-
aðarfulltrúar lögðu sem fyrr fram vinnu
sína og krafta til þátttöku í safnaðarlífi og
starfi til aðstoðar prestum sínum. Auk þess
hefur það færst í vöxt að hin ýmsu ættar-
mót hefjist með helgistund eða guðs-
þjónustu í kirkjum forfeðra og mæðra, að
fólk minnist tímamóta svo sem ferming-
ardags og vitjar kirkju sinnar. Tónleikar í
kirkjum færast í vöxt, aðventukvöld eru í
öllum prestaköllum og barnakórar stofn-
aðir.
Upphaf 1000 ára afmælis kristnitök-
unnar á íslandi hófst hér í Rangárþingi
með afhjúpun minnismerkis um Sæmund
fróða Sigfússon í Odda, sunnudaginn 17.
maí sl. Hófst athöfnin með guðsþjónustu í
Oddakirkju þar sem sr. Sigurður Sig-
urðarson vígslubiskup prédikaði. Prófastur
sr. Sváfnir Sveinbjarnarson afhjúpaði síðan
minnismerkið að lokinni athöfn en því var
valinn staður í útnorður frá kirkjudyrum og
blasir vel við þegar ekið er heim að
Oddakirkju. Minnismerkið er bronsaf-
steypa af myndverki Ásmundar Sveins-
sonar. Síðar um daginn var Oddastefna
haldinn á vegum Oddafélagsins í tengslum
og samvinnu við þessa athöfn.
Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörns-
son vígði Skógakirkju við hátíðlega athöfn
sunnudaginn 14. júní sl. Að vígslu lokinni
var haldið veglegt kaffisamsæti í boði
Byggðasafnsins, Skógaskóla og Eyvindar-
hólasóknar. Þar hélt dr. Þórður Tómasson í
Skógum mikið erindi og rakti m.a. að
kirkjan er byggð í 19. aldar stíl og í hana
voru nýttir byggingarhlutir hátt á annars
tugs aflagðra kirkna héðan af Suðurlandi.
Skógakirkja er safnkirkja og einnig hugsuð
sem skólakirkja og grafarkirkja. Mikið
fjölmenni var á Skógum þennan vígsludag
enda skartaði landið sínu fegursta, sól-
farsvindar struku vanga og hátíð í bæ. Þess
má geta að vígsla Skógakirkju var annar
liðurinn á þessu ári sem markaði upphaf
kristnitökuafmælisins hér í Rangárvalla-
prófastsdæmi.
Að tilstuðlan sr. Auðar Eir voru eftir
áramót haldin í Þykkvabæ 2 málþing um
jafnrétti kynjanna. Síðla vetrar og í vor
höfðu sóknarprestar með sér samvinnu um
að halda fundi vítt um prófastsdæmið um
sorg og sorgarviðbrögð barna. Voru þeir
ætlaðir grunn- og leikskólakennurum og
-217-