Goðasteinn - 01.09.1999, Page 227
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
Kirkjuhvolsprestakall
Þykkvabæjar-, Arbæ
Safnaðarstarf var gott í hinum þremur
söfnuðum prestakallsins og þau sem sinna
um starf kirknanna afar áhugasöm og
framtakssöm. Þau eru drifkraftur starfsins,
sóknarnefndir, þau sem annast sönginn,
þau sem halda kirkjunum og kirkju-
görðunum hreinum, og þau sem koma
reglulega í messurnar. Vegna áhuga þeirra
getur annað fótk í söfnuðunum jafnan
gengið að því vísu að kirkjan sé á sínum
stað og tilbúin til þjónustu.
Kirkjukórsæfingar voru haldnar reglu-
lega í öllum söfnuðum og sóknarnefndir
önnuðust lagfæringar á kirkjunum, í
Kálfholti var kirkjan styrkt til að standast
veðrin og í Þykkvabæ var undirbúið að
endurnýja kirkjuþakið og koma kirkju-
klukkum fyrir. Safnaðarfólk tók að venju
þátt í guðþjónustunum með því að lesa
ritningargreinar og bænir.
Sóknarprestur og fermingarbörnin tvö
sóttu hið árlega fermingarmót í Skálholti í
september og hittust svo til skiptis heima
hjá börnunum vikulega fram að fermingu.
Barnastundir voru í Þykkvabæjarkirkju
nokkra laugardaga fyrir og eftir áramót og
í skólatíma á Laugalandi á mánudögum í
samvinnu við séra Halldóru Þorvarðar-
dóttur í Fellsmúla.
í apríl var umræðufundur um femín-
ismann. Sóknarprestur og séra Kristinn
Agúst Friðfinnsson reifuðu málin sem voru
mikið rædd. Annar fundur var á haust-
mánuðum. Fundirnar voru haldnir í
Þykkvabæ.
Prestar prófastsdæmisins héldu saman
námskeið fyrir kennara og leikskólakenn-
ara um sálgæslu við börn og heimili þeirra
á sorgartímum.
- og Kálfholtssóknir
Messur voru haldnar reglulega að
venju. Eftir febrúarmessu í Árbæjarkirkju
var kaffidrykkja í safnaðarheimilinu. I
messunni 1. mars var afar kalt en veður-
blíða í páskamessu 12. apríl. Fermingar-
messa var 3. maí. Haraldur Gunnar Helga-
son á Rauðalæk var fermdur.
Aðalsafnaðarfundur var í júní og sókn-
arnefndin endurkjörin. Haustmessur,
aðventumessa og jólamessa voru fjölsóttar.
Kirkjukórinn söng gamla og nýja sálma
með organistanum, Hannesi Birgi Hannes-
syni. í jólamessunni annan dag jóla söng
Margrét Óðinsdóttir einsöng og jólakaffi
var haldið í safnaðarheimilinu.
í mars var EgiII Þór skírður í Austvaðs-
holti, sonur Kristínar Ragnheiðar Alfreðs-
dóttur og Hannesar Ólafssonar. 1 páska-
messunni var Kristín skírð, dóttir Ragn-
heiðar Pálsdóttur og Þórarins Birgis Þórar-
inssonar á Rauðalæk. I maí var Hildur
skírð í Reykjavík, dóttir Áslaugar Reynis-
dóttur og Hrafnkels Óðinssonar á Snjall-
steinshöfða. í september var Einar Gísli
skírður í Reykjavík, sonur Sigríðar Ólafíu
Gísladóttur frá Meiri-Tungu og Inga
Ingasonar. I nóvembermessu var Margrét
Heiða skírð, dóttir Þórhöllu Gísladóttur og
Stefáns Sigurðssonar í Meiri-Tungu. Sig-
ríður Tyrfingsdóttir í Litlu-Tungu lést í
desember, en hún var fædd 1899.
í Kálfholtskirkju stóðu viðgerðir yfir
um tíma. Messur voru vel sóttar og kirkju-
fólk tók góðan þátt í þeim að vanda.
Páskamessa var fjölmenn og á annan
sunnudag eftir páska var fermingarmessa.
Harpa Hrund Albertsdóttir í Hellatúni
fermdist. Aðalsafnaðarfundur var haldinn í
desember og sóknarnefndin endurkjörin. I
-225-