Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 235
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Kvenfélög
Kvenfélög í Rangárþingi
í Rangárþingi starfa 12 kvenfélög, en
þau eiga öll aðild að Sambandi sunnlenska
kvenna. Þessi félög eru:
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Oddakirkju
Kvenfélagið Bergþóra, V.-Landeyjum
Kvenfélagið Eining, Holta- og Land-
sveit
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Fjallkonan, A.-Eyjafjöll
um
Kvenfélagið Framtíðin, Ásahreppi
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Hér á eftir fara frásagnir um starf þeirra
áárinu 1998.
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Fljótshlíðar var stofnað 24.
júni 1923 og varð því 75 ára á árinu 1998.
Afmælisár kvenfélagsins var með nokkuð
hefðbundnu sniði. Haldnir voru þrír fundir,
þ.e. aðalfundur, vorfundur og haustfundur.
Félagskonur áttu þess kost að nema
kökuskreytingar og handleika trölladeig.
Kvenfélagið var menningarlega sinnað
þetta árið og fór í tvær ferðir í leikhús til
Reykjavíkur, í fyrra skiptið sáum við hið
vinsæla leikrit Á sama tíma að ári og í
seinna skiptið gamanleikinn Sex í sveit. Á
vordögum þáðum við heimboð Kven-
félagsins Unnar á Rangárvöllum og döns-
uðum við undirleik Geirmundar Valtýs-
sonar.
Ýmis félagasanrtök voru styrkt á árinu,
t.d. Barnaheill, Vímuvarnir, Dvalarheim-
ilið Lundur, Kvennaathvarfið, bosnískar
konur í Sarajevo, skólabörn í skólabúðir á
Reykjum og fl.
Enn sem fyrr voru konur duglegar að
afla fjár til félagsins, má þar nefna hluta-
veltu á kosningadaginn, broddsölu,
Góuball, brúðkaupsveislu, og svo tóku
konur á honum stóra sínum og máluðu
félagsheimilið Goðaland að utan. Sér
félagið um kaffisölu á 17. júní og líka um
barnaskemmtun í kring um jólin.
Félagið á lítið sumarhús í Butruenni,
sem félagskonur byggðu með hjálp á
sínum tíma. Við höfum leigt húsið og haft
af því nokkrar tekjur, þar eru stundum
haldnir fundir félagsins.
Við höfum haft það fyrir sið á haust-
dögum ár hvert að koma saman heima hjá
einhverri félagskonunni og höfum haft
meðferðis eitthvað góðgæti og góða
skapið, eru þetta kölluð baðstofukvöld.
I félaginu eru 28 félagar og 5 heiðurs-
félagar. Stjórn lelagsins skipa: Sigríður
Viðarsdóttir Eyvindarmúla, formaður,
Ingveldur Sveinsdóttir Rauðuskriðum,
féhirðir, og Sigrún Þórarinsdóttir Bolla-
koti, ritari.
Sigrún Þómrínsclóttir
-233-