Goðasteinn - 01.09.1999, Page 238
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Kvenfélög
Kvenfélagið Eining, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið eining í Holtum var stofn-
að árið 1922 og er því 77 ára á þessu ári.
Starfið á síðasta ári var með hefð-
bundnum hætti, tveir félagsfundir voru
haldnir og nokkrir stjórnarfundir.
I mars var farið í hina árlegu heimsókn
að Dvalarheimilinu Lundi á Hellu og nú
fengum við til liðs við okkur börnin á
Leikskólanum á Laugalandi. Vel fór á með
litlu gestunum og heimilisfólkinu, og
börnin voru afar góðir ferðafélagar.
Snemma í júlí fórum við í „grasaferð",
sem jafnframt var útsýnisferð um sveitina.
Fyrst var haldið upp á Krosshól, sem er á
mörkum Lýtingsstaða, Hvamms, Raftholts
og Kvíarholts. Þaðan er frábært útsýni í
góðu veðri, en við vorum ekki alveg nógu
heppnar með veður þennan dag. Síðan var
komið við í gömlu Kambsrétt sem er í
landi Lýtingsstaða. Þar voru skilaréttir
Holtahrepps hins forna. Þarna var staldrað
við um stund og eldri konurnar rifjuðu upp
gamlar minningar úr réttunum. Sumar
höfðu dansað þar undir berum himni við
harmonikutóna fyrir mörgum árum. Þessu
næst var ekið upp að Kiðholti við Gísl-
holtsvatn. Þar var bílnum lagt og gengið
upp á holtið. Mikið var þarna af blóðbergi
og ýmsum öðrum jurtum sem við söfn-
uðum til þess að þurrka er heim kæmi. Af
Kiðholtinu er afar fallegt útsýni yfir vatnið
og til allra átta. Þetta var skemmtileg og
vel heppnuð ferð, og þátttaka góð. Yngsti
þátttakandinn var aðeins þriggja ára og sá
elsti áttatíu og níu ára.
Sölutjald var sett upp á Landvega-
mótum nokkrar helgar í júlí. Einnig var
veitingasala í tjaldi í Áfangagilsréttum í
samvinnu við Kvenfélagið Lóu í Land-
sveit.
Leikhúsferð var á útmánuðum, sáum
við „Sex í sveit“ í Borgarleikhúsinu.
Guðfinna í Saurbæ tók þátt í sýningunni
„Gilitrutt“ sem SSK gekkst fyrir að Þing-
borg í sumar. Sýndi hún þar listmuni sína
sem unnir eru úr leir. Hafa þeir hlotið góða
dóma. Þar sýndi einnig Margrét á Þverlæk
kortin sín, sem prýdd eru með þurrkuðum
jurtum. Við komum saman nokkur kvöld í
nóvember og desember og máluðum á tré
undir leiðsögn félagskvenna sem höfðu
áður farið á slíkt námskeið.
Óvissuferð var í desember og endaði
hún með jólahlaðborði í Gesthúsum á
Selfossi. Þetta var mjög spennandi ferð,
þar sem aðeins þrjár konur vissu hvert
halda skyldi þegar lagt var af stað.
Jólatrésskemmtun fyrir börnin var
haldin milli jóla og nýárs og var hún vel
sótt.
Helstu tekjur félagsins voru af veitinga-
sölu og tjaldmarkaði.
Markmið félagsins er sem fyrr að hlúa
að menningar- og líknarmálum, svo sem
grunnskóla og leikskóla, svo dæmi séu
tekin, og rennur ágóðinn af starfinu til
þeirra hluta.
Núverandi stjórn er þannig skipuð: for-
maður Vilborg Gísladóttir Fosshólum,
gjaldkeri Sigurlaug Steingrímsdóttir Hár-
laugsstöðum, ritari Herdís Hallgrímsdóttir
Skammbeinsstöðum.
Vilborg Gísladóttir
-236-