Goðasteinn - 01.09.1999, Page 241
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Kvenfélög
Kvenfélagið Fjallkonan, Austur-Eyjafjöllum
Félagar eru í dag 21.
Starfsemi kvenfélagsins var með venju-
bundnum hætti árið 1998.
Fjáröflunarleiðir félagsins eru fyrst og
fremst kaffi- og matarsala í félagsheimil-
inu Fossbúð yfir vetrartímann og frarn á
vorið.
Við héldum 4 félagsfundi og 2 stjórnar-
fundi. A fundunum okkar fáum við stund-
um einhverja að til að fræða okkur um hin
ýmsu málefni og kynna okkur starfsemi
sína. í vetur fengum við til dæmis Gunnar
Sigurðsson. lækni til að fræða okkur um
beinþynningu og buðum við til þess fundar
mýrdælskum konum og v.-eyfellskum.
A annan fund komu hingað Agústa og
Guðjón, forsvarsmenn Yls á Hvolsvelli,
ásamt Guðrúnu nuddara, og sögðu okkur
frá starfsemi sinni og kynntu okkur vörur
sínar.
Að venju sáum við um kökur á 17.
júní-skemmtun í hreppnum, fórum saman
út að borða 19. júní á Hótel Eddu. Skóg-
um, og buðum til kaffisamsætis að lokinni
fjölskyldumessu þann 6. des. Þá var líka
okkar árlegi kökubasar.
Við þáðum heimboð Kvf. Gnúpverja í
Árnesi. Við tókum rútu með Kvf. Freyju,
A- Landeyjum og skemmtum okkur hið
besta.
Þá þáðum við boð um gönguferð í Mýr-
dalinn. Konurnar þar tóku vel á móti okkur
og gengu með okkur í Loftsalahelli.
I nokkur ár hafa kvenfélögin hér fyrir
vestan okkur staðið fyrir skemmtiferð með
eldri borgara. í vor stóð okkur til boða að
taka þátt í þessari ferð og fóru fjórir A.-
| Eyfellingar með í þá ferð núna.
Við vígslu Lossbúðar stofnaði kven-
félagið hljóðfærasjóð til að kaupa píanó
eða flygil í húsið. 1 haust barst tilboð um
að kaupa flygil af tónlistarskólanum, og
lögðum við til þess 200.000,- sem til voru í
sjóðnum. Ógreitt er 300.000,- sem greiðist
á 4 árum. Hreppurinn ábyrgist þá upphæð
; en gaman væri að við gætum lagt enn
drýgri skerf til þess verkefnis. Þess má
j geta að börnin í skólanum gáfu út bók með
Ijóðum og hugleiðingum og lögðu ágóð-
ann í píanóstól.
í tilefni af vígslu Skógakirkju gáfum
; við rykkilín til nota í kirkjunni. Gjafir og
styrkir til líknar og menningarmála á árinu
námu alls rúmum 300.000,-
Þar sem ég er nú að hætta sem for-
; maður félagsins langar mig til að þakka
félagskonum samstarfið og þolinmæðina
við mig. Þessi sex ár hafa verið skemmti-
leg og gefandi en nú er kominn tími til að
önnur spreyti sig á formennskunni.
Magðalena K. Jónsdóttir, formaður
Kvenfélagið Framtíðin, Ásahreppi
Starf félagsins var með daufasta móti
s.l. starfsár. Engin námskeið voru haldin
og engar skemmtanir sem félagið stóð
fyrir. Arlegt jólaball fyrir börnin í Ásgarði
var fellt niður sökum lítillar þátttöku
undanfarin ár. Börnin sækja jólatrés-
skemmtun að Laugalandi í Holtum, enda
er þar þeirra skóli. Við förum árlega í
heimsókn að Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu, Grétar Geirsson bóndi og harm-
ónikkuleikari í Áshól kemur þá ávallt með
okkur. Kunna dvalarheimilisgestir vel að
-239-