Goðasteinn - 01.09.1999, Page 248
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
/
Iþróttafélög
Ungmennafélagið Dagsbrún
Starf Dagsbrúnar hefur verið með
hefðbundnu sniði ef frá eru teknar íþróttir
félagsins. Aðalfundur var haldinn 5.
janúar.
Síðan hófst undirbúningur að þorra-
blóti með öllu sem því fylgir og var
þorrablót haldið 24. janúar. Míní-þorrablót
fyrir börnin var haldið deginum áður.
Formaður sendi skýrslu til H.S.K. og
grein um starfsemi félagsins í Goðastein í
janúar.
Við styrktum leikhúsferð fyrir börn í
sveitinni til Reykjavíkur, einnig styrktum
við kaup á hljóðkerfi í félagsheimilið
okkar. Nú, svo var haldið í menningar-
ferðalag til Reykjavíkur í febrúar og var
góð þátttaka í því. Við héldum dansleik 16.
júní, og 17. júní-hátíðarhöld fóru að venju
fram við Gunnarshólma. Leikjanámskeið
var haldið 15.-26. júní undir stjórn Guð-
bjargar Viðarsdóttur og var góð þátttaka í
því.
Glaður er blað sem Umf. Dagsbrún
gefur út, og eru það Elvar Eyvindsson og
Andri Olafsson sem sjá um útgáfu þess, og
viljum við þakka þeim vel unnin störf.
Við tókum þátt í friðarhlaupi í roki og
rigningu um miðja nótt en við komum
kyndlinum á réttan stað á réttum tíma.
Þakka ég þeim sem tóku þátt í hlaupinu.
í desember skreyttum við félagsheimil-
ið og héldum jólaball 28. desember.
Þá er upptalið það helsta í starfi félags-
ins. Það má sjá að sitlhvað hefur verið gert
á árinu þó það hefði mátt vera meira. En
við horfum björtum augum á framtfðina og
gerum betur næst. Stjórn félagsins skipa:
Formaður Guðrún Jónsdóttir, féhirðir
Eiríkur Davíðsson og ritari Eydís Rós
Sigmundsdóttir
Guðrún Jónsdóttir formaður.
Ungraennafélagið Eyfellingur, Austur-Eyjafjöllum
Stjórn: Sigurgeir L. Ingólfsson for-
maður, A. Fannar Magnússon varafor-
maður, Ingimundur Vilhjálmsson og
Haukur Jónsson
A síðasta ári var starf félagsins með
hefðbundum hætti, og skal hér drepið á
nokkur atriði. A íþróttsviðinu var líkt og
undanfarin ár tekið þátt í flestum eða
öllum frjálsíþróttamótum sem haldin voru
á vegum HSK, svo ekki sé minnst á Rang-
æingamótin, en þar sá félagið um fram-
kvæmd Rangæingamóts innanhúss ásamt
Umf. Trausta.
Félagið átti tvo fulltrúa í liði HSK á
íslandsmóti og Unglingameistaramóti, þar
náði annar okkar manna 3. sæti með boð-
hlaupsveit HSK. Félagið átti einnig einn
fulltrúa í liði HSK á Bikarkeppni 16 ára og
yngri. Ekki má gleyma íþróttaæfingum í
sumar, en þeim stjórnaði Sigríður Björk
Olafsdóttir og voru þær mjög vel sóttar af
vanda.
17. júní-samkoma var haldin í sam-
vinnu við kvenfélagið. Sú breyting var
gerð varðandi þrettándagleðina að Eyfell-
ingur og Trausti munu skiptast á að sjá um
hana, og kom það í hlut Traustamanna að
sjá um hana þetta árið. Er óhætt að segja
að þessi breyting hafi mælst vel fyrir.
A vordögum var þess minnst að 75 ár
eru frá því Seljavallalaug var byggð, og
var af því tilefni tveimur heiðursmönnum
-246-