Goðasteinn - 01.09.1999, Page 251
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
íþróttafélög
24. apríl og voru fimm manns mættir á
fundinn, sem er mjög slök mæting og ekki
fundarhvetjandi. Þröstur og Agústa mættu
á 76. héraðsþing Skarphéðins í Þorláks-
höfn 28. febrúar, svo mætti Þröstur á for-
mannafund í Arnesi 21. okt.
Hið árlega leikjanámskeið hélt félagið
að Laugalandi 2,-12. júní í samstarfi við
Umf. Merkihvol og Umf. Asahrepps. Þátt-
taka var mjög góð eða 36 börn, Guðbjörg
Viðarsdóttir átti í erfiðleikum við að hemja
þetta stóran hóp svo að Rós Kjartansdóttir
var fengin til að hjálpa Guðbjörgu við að
stjórna fjöri æskunnar.
A þjóðhátíðardaginn var hinn árlega
skemmtisamkoma haldin á flötunum við
Kampsrétt á Lýtingsstöðum, þar sem
hestamenn sýndu leikni sína á þarfasta
þjóninum o.fl. síðan gæddi fólk sér á
veitingum á eftir.
Að kvöldi 19. júní hélt félagið upp á
göngudag fjölskyldunnar í 5. sinn og voru
af því tilefni mættir 40 manns í hlaðinu á
Galtalæk. Undir leiðsögn Páls Sigurjóns-
sonar bónda á Galtalæk var farin tveggja
og hálfs tíma gönguferð upp með Rangá á
móti Hraunteig þar sem Páll sagði frá sögu
og staðháttum. Ferðin endaði upp í Drætti
á svæði templaranna og í húsi þeirra
Merkihvoli drakk hópurinn kaffi í boði
Umf. Ingólfs.
Á haustdögum þann 22. nóv. tók félag-
ið þátt í 16 liða spurningarkeppni H.S.K.
og útvarpi Suðurlands. Það voru þeir
Þröstur Guðnason, Olgeir Engilbertsson og
Burkni Pálsson sem háðu harða keppni við
þá Samhygðarmenn en við urðum að játa
okkur sigraða og féllum því út úr keppni í
fyrstu umferð.
Þar sem sundlaug Umf. Ingólfs var við
gamla samkomuhúsið á Laugalandi á
félagið land sem því nýtist ekki og er
notað af Sumarhótelinu undir tjaldstæði.
Því fór félagið þess á leit við sveitarstjórn
Holta- og Landsveitar að höfð yrðu maka-
skipti á landi sem félaginu nýttist betur til
ræktunar lýðs og lands. Sveitarstjórn tók
vel í þetta en ekkert hefur verið gengið frá
neinu. Að lokum vil ég þakka sveitarstjórn
fyrir góðan stuðning við starf félagsins og
góð samskipti við starfsfólk Skarphéðins.
Þröstur Guðnason
Ungmennafélagið Merkihvoll í Landmannah reppi
Ungmennafélagið Merkihvoll í Holta-
og Landsveit var stofnað árið 1928 og varð
því 70 ára á árinu.
Eftir að íþróttafélagið Garpur var stofn-
að hefur Umf. Merkihvoll ekki haft íþróttir
á stefnuskrá sinni en sinnt ýmsum öðrum
verkefnum.
Þann 30. júní sl. efndi félagið til göngu-
ferðar á Skarðsfjall þar sem þátttakendur
voru u.þ.b. 30 talsins. Að lokinni göngunni
þáði göngufólkið veitingar í Hvammi í
boði Guðrúnar Kristinsdóttur húsmóður
þar á bæ. 17. júní hátíðarhöld voru í umsjá
félagsins. Að loknum hefðbundnum dag-
skrárliðum bauð félagið viðstöddum
veitingar í tilefni af 70 ára afmælinu.
Félagið styrkti ýmis málefni, má þar
nefna leikjanámskeið sem var í samvinnu
við Umf. Ingólf og Ásahrepps, sundnám-
skeið að Laugalandi, vor og haust. Einnig
styrkti félagið tölvukaup fyrir MS-sjúkling
og lítillega íþróttir fyrir alla (kvenna-
hlaup).
Félagið hélt hinn árlega réttardansleik
að Brúarlundi.
Stjórn félagsins skipa árið 1998: form.
Kjartan G. Magnússon, ritari Anna B.
Stefánsdóttir, gjaldk. Ólafía Sveinsdóttir.
-249-