Goðasteinn - 01.09.1999, Page 257
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Skólar
Fyrsta skólahúsið, svonefndur „Svartiskóli“ stendur
hér á milli sjúkrahússins og kirkjunnar. Myndin erfrá
1919.
„Leyfi skulu vera þessi: Jólaleyfi, frá
Þorláksmessu til 2. jan. að báðum dögum
meðtöldum. Páskaleyfi, frá miðvikudag
fyrir skírdag til og með 3. í páskum. ”
IV kafli tjallar um kennara skólans en
þar segir m.a.:
„Kennari skólans er ráðinn af skóla-
nefnd svo og stundakennarar ef þörf er á.
Aðalkennari ber ábyrgð á störfum skólans,
og hefur aðalumsjón og eftirlit með
skólanum og öllu sem honum tilheyrir.
Hann skal halda
kennsluáhöldum skólans
í röð og reglu, og skrifa í
lögskipaðar bœkur eins
og krafist verður. ”
V. kafli fjallar uin
nemendur, en þar segir:
„7. gr. Börn þau sem
í skólann ganga, skulu
jafnt í kennslustundum,
sem utan kennslustunda
hegða sér siðsamlega, og
sýna kennurum virðing og
hlýðni. 8. gr. Börn skulu koma í
skólann á ákveðnum tíma, þau
skulu hafa með sér bœkur og
annað sem við þarf eftir fyrir-
mælum kennarans, verði mis-
brestur á þessu og sé efnaleysi
um að kenna, skal börnum lagt
til af skólasjóði bækur, ritföng og
annað það, sem kennslan krefur.
9. gr. Börn er sýkjast af einhver-
jum næmum sjúkdómi mega ekki
sœkja skólann fyrr en þau eru
læknuð aðfullu. 10. gr. Geri barn
sig sekt í ósæmilegu athæfi eða
brjóti í bág við settar reglur
skólans, og láti ekki skipast við
áminningar og fortölur kenn-
arans, getur hann vísað því burt úr skól-
anum um stundarsakir eða aðfullu og öllu
efmiklar sakir eru til. ”
í dagbók barnaskólans á Stórólfshvoli
sem færð er af Sigfúsi Sigurðssyni aðal-
kennara er rituð stundaskrá sem kennt er
eftir veturinn 1919-1920 og byggir hún á
fyrrnefndri reglugerð um Barnaskólann á
Stórólfshvoli (sjá ramma).
„Stundaskrá veturinn 1919 - 1920
st. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
10-11 Kristinfr. Kristinfr. Reikn. Landfr. Kistinfr. Reikn.
11-12 Skrift Skrift Stíll Skrift Reikn. Kristinfr.
12-1 Landafr. Náttúrufr. Landafr. Náttúrufr. Landafr. Náttúrufr.
1 - 2 Saga Saga Saga Stíll Stíll Stfll
2-3 Reikn. Lestur Lestur Lestur Söngur Söngur”
-255-