Goðasteinn - 01.09.1999, Page 261
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Skólar
TÓNLISTARSKÓLIRANGÆINGA
Nemendur Tónlistarskóla Rangæinga
skólaárið 1997-1998 voru á milli 230 og
240, kennarar ásamt skólastjóra 10 talsins
og kennt var á 7 stöðum í sýslunni, í Skóg-
um, á Heimalandi, í Gunnarshólma, á
Hvolsvelli, á Hellu, í Þykkvabæ og á
Laugalandi.
Forskólanemendur eru fjölmennastir
eða tæplega 100 en næst er píanódeildin
með 55 nemendur. Blásaranemendur fylgja
þar á eftir en afgangurinn dreifðist síðan á
aðrar deildir.
Jón Smári Lárusson, fyrsti nemancli sem
lýkur 8. stigi í söngfrá Tónlistarskóla
Rangœinga, ásamt kennurum sínum, þeim
Jóni Sigurbjörnssyni óperusöngvara og
Agnesi Löve píanóleikara og skólastjóra.
Þessi vetur var aðallega frábrugðinn
öðrum starfsárum fyrir þrennt.
í fyrsta lagi átti Tónlistarskólinn
ánægjulegt samstarf við Leikfélag Rang-
æinga um að setja á svið leikritið „Pilt og
stúlku” eftir þá Jón og Emil Thoroddsen í
leikstjórn Benedikts Árnasonar, en hann
hefur undanfarna vetur kennt söngnemend-
um skólans leikræna tjáningu.
Tóku bæði nemendur og kennarar þátt í
uppfærslunni og er skemmst frá því að
segja að þeir stóðu sig mjög vel og voru
skólanum til mikils sóma. Það var söng-
nemendunum ómetanlegt að fá tækifæri til
að standa á sviði, fá að spreyta sig í leik og
söng og öðlast þá dýrmætu reynslu sem
slíku fylgir og er söngvurum svo nauðsyn-
leg.
Annar viðburður vetrarins er að skólinn
útskrifaði nú í fyrsta sinn nemanda í ein-
söng með 8. stig. Árið 1995 útskrifaðist
píanónemandi, Anna Magnúsdóttir, en hún
hefur verið píanókennari við skólann um
áratuga skeið.
Sá nemandi sem nú útskrifaðist er Jón
Smári Lárusson og hefur hann verið í und-
anfarin sex ár að ná þessum áfanga.
Jafnframt því að kenna sem flestar
greinar tónlistar til að gefa nemendum kost
á að velja sér það hljóðfæri sem hugur
þeirra stendur til er það öllum tónlistar-
skólum afar nauðsynlegt að geta veitt
menntun á helst öllum stigum, svo að nem-
endur þurfi ekki að stoppa í miðjum klíð-
um fyrir þá sök eina að búa í 100 km tjar-
lægð frá Reykjavík,
Tónlistarnám er metið í framhalds-
skólum og auk þess veitir 8. stig rétt lil
náms á háskólastigi.
Þriðja atriðið sem var sérstakt á þessu
-259-