Goðasteinn - 01.09.1999, Page 262
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Skólar
skólaári er að út er komin skólanámskrá
Tónlistarskóla Rangæinga.
I nýútkominni aðalnámskrá tónlist-
arskóla var til þess mælst að tónlistarskólar
gæfu út sína eigin skólanámskrá.
Sú er þetta ritar tók sig til og gerði upp-
kast að námskrá sem nú hefur verið færð í
búning.
A s. I. vetri var hún prufukeyrð og
gerðar þær breytingar er við töldum til
bóta.
Það er auðvitað alveg Ijóst að námsskrá
eins og þessi er aldrei endanleg og þarf að
vera í sífelldri endurskoðun, en það er nú
einmitt það sem gerir allt skólastarf lifandi
og skemmtilegt, það er þessi endalausa leit
að því að fullkomna og að reyna að bæta
og gera hlutina betur.
En eins og stendur í formála námskrár- :
innar vona ég að þetta sé upphafið að
markvissara starfi og þar séu þær upplýs-
ingar og stefnumörkun að finna sem leiða
til betri árangurs í öllu skólastarfinu.
76 nemendur þreyttu stigspróf á árinu.
þar af náðu 72 prófi en 4 reyndust ekki
nægilega vel undirbúnir.
Stigspróf eru stöðupróf sem eiga að
sýna hversu langt í náminu nemandinn er
kominn og er það þá mat kennarans sem
ræður því hvort nemandinn fer í próf eða
ekki.
Utanaðkomandi prófdómarar voru í
flestum greinum til þess að nemendur og
kennarar fái á sig hlutlaust mat.
5 harmonikunemendur luku stigi. Próf- j
dómari var Reynir Jónasson, en kennarar
eru þeir Grétar Geirsson og Helgi E.
Kristjánsson.
I þeim hópi fékk hæsta einkunn Guð-
björg Einarsdóttir sem tók 1. stig en hún
fékk líka hæsta einkunn yfir skólann að
þessu sinni, 9.2.
Fjórir gítarnemendur tóku stigspróf, þar
af voru 3 á klassískan gítar og 1 á raf- j
magnsgítar.
Prófdómari þeirra var Hörður Frið-
þjófsson, en gítarkennari skólans er Helgi
E. Kristjánsson.
Hæsta einkunn fékk Berglind Hilmars-
dóttir 8.9 en hún lauk I. stigi.
Blokkflautunemendur eru fjölmargir í
skólanum, bæði í blokkflautunámi og í for-
skóla. 10 nemendur luku stigsprófi, þar af
8 í fyrsta og öðru stigi en tveir luku 3.
stigi. Eru kennarar þeirra Ingibjörg Erl-
ingsdóttir og Helgi E. Kristjánsson.
Fyrstu tvö stigin dæmdi Þorgerður Jóna
Guðmundsdóttir en þriðja stig dæmdi
Robert Darling. Hæsta einkunn 8.5 fékk
Hlíf Hauksdóttir en hún tók 1. stig.
Blásaranemendur voru í vetur 26 og
þreyttu 19 þeirra stigspróf, 15 stóðustpróf-
ið. Kennarar þeirra í vetur hafa verið þær
Anna Lilja Karlsdóttir og Ingibjörg Erl-
ingsdóttir, en prófdómari var Robert
Darling.
Af blásaranemendum fengu hæsta
einkunn þær Elma Agústsdóttir sem tók 1.
stig á þverflautu og Irena Steindórsdóttir
sem tók 3. stig á þverflautu og fengu þær
báðar 8.8 en næst var Katrín Guðmunds-
dóttir sem tók 3. stig á klarinett með 8.7.
Lúðrasveitin fór í æfingabúðir upp á
Akranes eina helgi í mars og Lúðrasveit
Þorlákshafnar sótti okkur heim og hélt
bráðskemmtilega tónleika í Hellubíói
ásamt okkar sveit.
4 fiðlunemendur eru í hefðbundnu
fiðlunámi og luku 2 þeirra 2. stigi nú í vor.
Kennari þeirra er Guðrún Markúsdóttir og
prófdómari var Guðmundur Pálsson.
Af þeim var Dröfn Helgadóttir sú er
fékk hærri einkunn 8.6.
Auk þessara fjögurra hefðbundnu nem-
enda voru 6 nemendur í forskóla að læra á
fiðlu og hefur það nám gengið mjög vel og
er fyrirsjánleg mikil fjölgun í deildinni.
Píanónemendur voru 55 talsins, þar af
tóku 30 stig, eða 11 fleiri en í fyrra og var
prófdómari Heimir Guðmundsson, en