Goðasteinn - 01.09.1999, Page 265
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Kórar
Hlynur Theodórsson ritari, Gísli Sveinsson
og Þórður Matthías Sigurjónsson með-
stjórnendur. 1 fjáröflunar og skenrmtinefnd
er Unnar Böðvarsson formaður og fyrir
ferðanefnd Jón I. Guðmundsson.
Árið 1998 var að venju skemmtilegt ár
hjá kórnum. Snemma í marsmánuði var
tekið á móti Karlakórnum Heimi úr
Skagafirði en þeir héldu tónleika í Lauga-
landi og var fjölmenni þar. Þá héldu kór-
menn konum sínum selskapskvöld
snemma í apríl og buðu upp á sjávarrétta-
hlaðborð og skemmtun fram á nótt.
RARIK-kórinn kom í heimsókn og
voru kórarnir með tónleika í Hvolnum um
miðjan mars. Þá voru velheppnaðir vortón-
leikar Samkórs Rangæinga, Kvennakórsins
Ljósbrár og Karlakórsins á Heimalandi
þann 24. apríl og var þar nær húsfyllir.
Vormisserið var svo endað með ágætri
söngferð norður í land þar sem sungið var
1. maí á Hvammstangi í boði Lillukórsins
og 2. maí voru tvennir tónleikar í Miðgarði
í Skagafirði með Suðurfjarðakórnum,
Rökkurkórnum og Karlakórnum Heimi en
þetta eru árvissir tónleikar í lok Sæluviku
Skagfirðinga. Mjög góð aðsókn var á alla
þessa tónleika.
Hauststarfið hófst óvenju snemma, í
septemberbyrjun, og gafst það vel. Kórinn
hélt hausttónleika um miðja október í
Hvolnum og komust færri að en vildu, svo
tónleikarnir voru endurteknir í Hellubíói
viku síðar. Þá hefur verið árviss samsöngur
þriggja karlakóra; Karlakórs Selfoss,
Þrasta í Hafnarfirði og Karlkórs Rangæ-
inga og voru tónleikarnir að þessu sinni í
Víðstaðakirkju í Hafnarfirði og var þar
fjölmenni.
Haustönn lauk svo með vel heppnaðri
fimm daga ferð til Bretlands þar sem
sungið var í Wales með heimakór, Cor-y-
nant, á tónleikum til styrktar krabbameins-
sjúkum. Að venju tók kórinn sér svo frí í
desembermánuði en vorstarfið hefst í jan-
úarbyrjun.
Asgeir Jónsson
Sóttu á brattann:
ÁGRIP AF TÍU ÁRA STARFIKVENNAKÓRSINS
LJÓSBRÁR
í febrúar 1999 fagnar Kvennakórinn
Ljósbrá 10 ára afmæli sínu. Þá koma upp í
hugann spurningar: Hvers vegna kvenna-
kór, þegar karlakóradýrkunin er slík sem
raun ber vitni? Og af hverju ekki að blanda
öllum kórunum saman og starfrækja einn
kór í Rangárþingi?
Þessu er auðvelt að svara: Það er svo
stórskemmtilegt að syngja og starfa í
kvennakór. Og við þessi tímamót horfa
kórkonur bjartsýnar fram á veginn.
Kvennakórinn var stofnaður 15. febrúar
1989 að Goðalandi í Fljótshlíð, að frum-
kvæði Guðríðar Á. Jónsdóttur V.- Sáms-
stöðum og Margrétar Runólfsson í Fljóts-
dal, með stuðningi kvenna úr Kirkjukór
Fljótshlíðar.
Fyrstu verkefnin
I upphafi var kvennakórinn skipaður 12
konum, öllum úr Hlíðarenda- og Breiða-
bólsstaðarsóknum, því kvennakórinn var
-263-